Vel rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru á almennum markaði eða opinberar stofnanir, eiga það sameiginlegt að þurfa stöðugt að setja sér markmið og meta árangur. Mikilvægt er að allir kostnaðarþættir í rekstrinum séu endurskoðaðir með reglubundum hætti. Að öll tækifæri til að auka skilvirkni séu nýtt, hvort sem þau skapast í kjölfar tækninýjunga eða breytinga á lagaumhverfi. Einnig þarf að vera vakandi fyrir breyttri neytendahegðun sem og lýðfræðilegum eða efnahagslegum þáttum.  

Við aðstoðum þig með:

Viðsnúning í rekstri

Til að standast rekstrar eða fjárhagslegar áskoranir og bæta rekstur félagsins er mikilvægt að ná fljótt tökum á fjárflæði og lausafjárstöðu og skilgreina svo möguleg hagræðingartækifæri. 

Sérfræðingar okkar beita þrautreyndri nálgun við að ná stöðugleika og framkalla raunverulegan árangur í fyrirtækjum sem glíma við tímabundnar áskoranir í stefnu, rekstri, skipulagi eða fjárhag. Við leggjum grunn að viðsnúningi í rekstri (e. Turnaround) með því að meta líklegt fjárflæði til skemmri og lengri tíma, og þróa aðgerðaráætlun gagnvart helstu hagsmunaaðilum félagsins. 

Við hjálpum þér við að rýna í þær lykilspurningar sem mestu máli skipta í erfiðu breytingastjórnunarferli. 

Valkostir: Hvernig skilgreini ég og met valkostina á snöggan en skilvirkan hátt? 

Stöðugleiki: Hvernig legg ég mat á fjárhagslega stöðu og kalla fram stöðugleika í fjárflæði?

Ávinningur: Hver er fjárhagslegur ávinningur við hvern þeirra valkosta sem ég stend frammi fyrir?

Framkvæmd: Hvernig get ég tryggt árangursríka framkvæmd aðgerðaráætlunar?

Uppskera: Hvaða áhættuþættir og kostnaður fylgja valkostum þegar fram í sækir? 

Fjárhagslega endurskipulagningu (e. Financial Restructuring)

Þegar félög ganga í gegnum fjárhagslega erfiðleika krefjast hagsmunaaðilar gjarnan tíðari samskipta og aukinna upplýsinga með það að markmiði að endurbyggja traust.  Við lóðsum þig í gegnum flókið landslag lánadrottna, birgja og hluthafa. Samhliða því þarf að stýra samskiptum við hagsmunaaðila þannig að þú haldir yfirsýn um alla þræði verkefnisins og takir upplýstar ákvarðanir. Sameiginlega leggjum við mat á fjármagnsþörf félagsins til skemmri og lengri tíma og skilgreinum aðgerðir til að viðhalda virði og skilgreinum áhættuþætti sem ógna fjárhagslegum stöðugleika fyrirtækisins.  

Sérfræðingar KPMG hjálpa þér við að rýna í lykilspurningar og leiða þig í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu til að ná fram hagræðingu í rekstri og fjárhag félagsins.

Lausafjárþörf: Hef ég nægt lausafé til að halda áfram rekstri?

Samningaviðræður: Hvernig held ég öllum hagsmunaaðilum við samningaborðið?

Þróun valkosta: Hvaða fjármagnsskipan er best til þess fallin að styðja við rekstur félagsins til framtíðar?

Innleiðing: Hvernig skapa ég sátt meðal hagsmunaaðila við innleiðingu á nýrri fjármagnsskipan?

Sívöktun: Hvernig tryggi ég grunnstoðir rekstursins í gegnum endurskipulagningarferlið? 

Greiðsluþrot

Þegar fyrirtæki á í erfiðleikum standa stjórnendur oft frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Við getum hjálpað til við að meta stöðuna og ef nauðsyn krefur, aðstoðum við gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs gjaldþrots. Við vinnum með stjórnendum og hagsmunaaðilum til að finna þá leið sem hámarkar mögulegt virði félagsins. Við aðstoðum við mat á áhrifum og áhættu mismunandi valkosta og undirbúum ítarlega aðgerðaáætlun sem leitast við að hámarka endurheimtur hagsmunaaðila félagsins.  

Sérfræðingar KPMG hjálpa þér að rýna í lykilspurningar við undirbúning, framkvæmd og frágang gjaldþrotameðferðar.   

Fyrirtæki í fjárhagsvanda: Hversu alvarleg er staða félagsins?

Gjaldþrotaáætlun: Hvaða valkostir eru i stöðunni?

Upphaf gjaldþrotameðferðar: Hvað þarf að gera þegar fyrirtæki hefur fengið greiðslustöðvun?

Framkvæmd: Hvernig hámarka ég virði?

Brotthvarf úr formlegu ferli: Hvernig kem ég rekstri fyrirtækisins  aftur í eðlilegt horf?