Tækifæri til starfsnáms hjá KPMG

Verkefnin okkar fela í sér tækifæri fyrir nemendur til að afla sér hagnýtrar reynslu og tengsla við atvinnulífið og auka þekkingu á sínu sviði með aðstoð sérfræðinga okkar. 

KPMG vinnur með mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins í að leysa krefjandi og tæknilegar áskoranir, meðal annars í sjálfbærnimálum og stafrænni vegferð. Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum nemendum í spennandi starfsnám með sérfræðingum KPMG á vorönn 2024. 

Við höfum haft frábæra reynslu af því að fá nemendur úr HR í starfsnám og kynnast þeim í verki. Heldur þú að við eigum samleið? Sæktu um hér og við heyrumst!

Nánari upplýsingar veitir Sigurvin B. Sigurjónsson sbsigurjonsson@kpmg.is

Lokaverkefni með KPMG

Ert þú með hugmynd að lokaverkefni til að vinna í samstarfi við alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki? Að vinna lokaverkefni með KPMG felur í sér tækifæri til verðmætasköpunar og mikilvægra tengsla við atvinnulífið.


KPMG vinnur með mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins í að leysa krefjandi og tæknilegar áskoranir, meðal annars í sjálfbærnimálum og stafrænni vegferð. Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum nemendum til að vinna spennandi lokaverkefni með sérfræðingum KPMG á vorönn 2024. 

Við höfum haft frábæra reynslu af því að fá nemendur úr HR í samstarf til lokaverkefnis og kynnast þeim í verki. Heldur þú að við eigum samleið? Sæktu um hér og við heyrumst!

Nánari upplýsingar veitir Sigurvin B. Sigurjónsson sbsigurjonsson@kpmg.is

KPMG er alþjóðlegt fyrirtæki sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi og býður upp á frábær tækifæri til starfsþróunar í sveigjanlegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi. Hjá KPMG á Íslandi starfa rúmlega 300 einstaklingar á 16 skrifstofum um land allt með fjölbreytta menntun og reynslu sem þjónusta viðskiptavini í einka- og opinbera geiranum af öllum stærðum og gerðum.