Síðustu ár hefur skilningur aukist á mikilvægi góðra stjórnarhátta og þar með talið virku innra eftirliti. Innri endurskoðunardeildir hafa verið starfandi hér á landi í áratugi en á síðustu árum hefur þekking á mikilvægi slíkra deilda aukist til muna. 

Virk áhættustjórnun og virkt innra eftirlit eru til þess fallin að draga úr rekstraráhættu („strategic“ og „business“), tryggja hlítni við lög og reglur auk þess sem ofangreindir þættir auka gæði upplýsinga sem stjórnendur byggja ákvarðanir sínar á. 

Innri endurskoðun

Innri endurskoðun er starfsemi sem veitir óháða og hlutlæga staðfestingu og ráðgjöf sem ætlað er að vera virðisaukandi og bæta rekstur fyrirtækja og stofnana. Innri endurskoðun leggur mat á og bætir virki áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta með kerfisbundnum og öguðum vinnubrögðum og styður þannig viðkomandi fyrirtæki og stofnanir í því að ná markmiðum sínum. Innri endurskoðandi starfar sjálfstætt og tekur ekki ákvarðanir sem tengjast daglegri starfsemi. 

KPMG hefur langa reynslu af þjónustu á sviði innri endurskoðunar. Fyrirtækjasvið KPMG annast innri endurskoðun fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem vilja úthýsa að hluta eða öllu leyti innri endurskoðun.  Starfsmenn innri endurskoðunar eru endurskoðendur, viðskiptafræðingar, lögfræðingur, sérfræðingar í tölvuendurskoðun auk þess sem starfsmaður hefur próf í verðbréfaviðskiptum. Starfsemi innri endurskoðunar er aðskilin frá endurskoðunarsviði KPMG.

Innri endurskoðun KPMG veitir m.a. eftirfarandi þjónustu:

  • Innri endurskoðun að hluta eða öllu leyti 
  • Afmarkaðar úttektir á innri eftirliti  
  • Aðstoða endurskoðunarnefndir við að byggja upp markvissa starfsemi nefndarinnar  
  • Aðstoða innri endurskoðunardeildir við framkvæmd úttekta, við að byggja upp markvissa áætlun og jafnhliða að deilda þekkingu til starfsmanna 
  • Úttektir á stjórnarháttum auk þess að bjóða upp námskeið um góða stjórnarhætti. Bent skal á að KPMG gaf út bókina Handbók stjórnarmanna 
  • Úttektir á upplýsingakerfum, öryggisúttektir og prófanir ásamt því að veita aðstoð við uppbyggingu á innra eftirliti í upplýsingakerfum 
  • Úttekt og ráðgjöf á áhættustýringu og aðstoðar við uppbyggingu á áhættustýringu 
  • Úttektir á hlítningu við lög og reglur Ýmis konar staðfestingavinna 
  • Víðtæk upplýsingagjöf(Integrated reporting)