close
Share with your friends

Samningagerð

Samningagerð

Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að samningagerð

Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að samningagerð

Sérfræðingar KPMG hafa bæði þekkingu og reynslu af hvers konar samninga og skjalagerð. Með því að láta fagmenn útbúa skjölin getur þú treyst því að þau séu sniðin að þínum þörfum og í samræmi við þær kröfur sem til skjalanna eru gerðar. 

Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að samningagerð því það getur reynst dýrkeypt ef upp koma ágreiningsatriði sem hægt hefði verið að fyrirbyggja frá upphafi. Farsælast er fyrir samningsaðila að efni samnings taki á sem flestum álitaefnum sem kunnu að koma upp þegar á efndir samnings reynir. Með því er forðað óþarfa ágreiningi sem kostar bæði tíma og pening en getur einnig valdið skaða á viðskiptasambandinu. Það er því mikilvægt við samningsgerð að þarfir samningsaðila séu skilgreindar og sniðinn af þeim þörfum og því markmiði sem að er stefnt. Þá er ekki síður mikilvægt samningurinn sé útbúinn á þann veg að hann sé í samræmi við lög og aðrar reglur sem átt geta við hverju sinni. 

Starfsmenn KPMG hafa víðtæka reynslu af gerð samninga á hinum ýmsu sviðum og geta aðstoðað við flestar gerðir samninga. Sem dæmi um samninga sem KPMG tekur að sér að útbúa má nefna: 

  • Gerð samningstilboða. 
  • Kaupsamninga (fasteignir, lausafé, hlutafé, rekstur, o.fl.). 
  • Afsöl. 
  • Tryggingarbréf. 
  • Skjöl til þinglýsingar. 
  • Gerð lánasamninga, skuldabréfa. 
  • Samþykktir, fundargerðir og hluthafasamkomulög. 
  • Ráðningarsamningar. 
  • Skilnaðarsamningar, fjárskiptasamninga og kaupmálar.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði