close
Share with your friends

Val á félagsformi

Val á félagsformi

Við val á rekstrarformi þarf að taka mið af fjölmörgum þáttum og má helst nefna umfang, varanleiki, skuldbindingar og ábyrgð.

Við val á rekstrarformi þarf að taka mið af fjölmörgum þáttum.

Þegar hefja á rekstur þarf að huga að mörgum þáttum og einn þátturinn er val á formi rekstrarins. Við val á rekstrarformi þarf að taka mið af fjölmörgum þáttum og má helst nefna umfang, varanleiki, skuldbindingar og ábyrgð, fjöldi aðila, skattlagningu, úttekt afkomu og svo mætti lengi telja. Áður fyrr var algengast að rekstur væri í nafni einstaklingsins sem atvinnu stundaði, en með tilkomu laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög hefur einkahlutafélagaformið án efa verið algengasta rekstrarformið. Önnur félagaform eru einnig valkostur og má þar til dæmis nefna sameignarfélög, samlagsfélög og samlagshlutafélög. Í vissum tilfellum getur hentað að setja á stofn sjóð eða sjálfseignarstofnun. 

KPMG Lögmenn hefur á að skipa sérfræðingum sem geta aðstoðað við val á því rekstrarformi sem líklegt er að henti hverju sinni.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði