close
Share with your friends

Samskipti við fyrirtækjaskrá

Samskipti við fyrirtækjaskrá

Stjórnarmenn bera ábyrgð á að sinna tilkynningaskyldu til hlutafélagaskrár og því mjög mikilvægt að þeir séu meðvitaðir um þær reglur sem gilda.

Stjórnarmenn bera ábyrgð á að sinna tilkynningaskyldu til hlutafélagaskrár.

Hlutafélagaskrá ríkisskattsstjóra heldur skrá yfir hluta- og einkahlutafélög sem skráð hafa verið. Í hlutafélagalöggjöf er kveðið á um að tilkynna skuli hlutafélagaskrá um ýmsar breytingar sem verða á högum félags, t.d. kosningu stjórnar, hækkun- og lækkun hlutafjár, breytingu á heimilisfangi, breytingu á samþykktum o.s.frv. Almennur tilkynningarfrestur er einn mánuður frá því að ákvörðun var tekin. Tilkynningum sem sendar eru eftir þann frest er vísað frá. Þarf þá eftir atvikum að halda hluthafa- eða stjórnarfund að nýju og staðfesta fyrri ákvörðun. Stjórnarmenn bera ábyrgð á að sinna tilkynningaskyldu til hlutafélagaskrár og því mjög mikilvægt að þeir séu meðvitaðir um þær reglur sem gilda. 

Tilkynning um hækkun hlutafjár skal hafa borist hlutafélagaskrá innan árs frá því að ákvörðun var tekin. Sé ekki tilkynnt um hækkun hlutafjár innan tilskilins frests er ákvörðunin úr gildi fallin og stjórn ber að endurgreiða þeim sem greitt hafa til félagsins. Alltof oft koma upp tilfelli þar sem tekin hefur verið ákvörðun um að hækka hlutafé en tilkynning til hlutafálagaskrár hefur misfarist, en reikningsskilin gefa ekki annað til kynna en að hækkunin hafi farið fram á réttan hátt. Í slíkum tilfellum gætu þeir sem greiddu fyrir hið nýja hlutafé sent félaginu áskorun um endurgreiðslu fjármunanna og því ljóst að færa ætti fjármunina meðal skulda en ekki hlutafjár í reikningsskilum. 

Með því að láta sérfræðinga KPMG sjá um að yfirfara skjöl og tilkynna breytingar til fyrirtækjaskrár getur sparast bæði tími og peningar.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði