close
Share with your friends

Samrunar og yfirtökur

Samrunar og yfirtökur

Að mörgu þarf að huga þegar hugtakið samruni ber á góma. Hugtakið er notað á ýmsum sviðum lögfræði.

Að mörgu þarf að huga þegar hugtakið samruni ber á góma.

Að mörgu þarf að huga þegar hugtakið samruni ber á góma. Hugtakið er notað á ýmsum sviðum lögfræði. Í fyrsta lagi má nefna að á sviði samkeppnisréttar kann hugtakið meðal annars að eiga við um samstarf tveggja fyrirtækja, kaupa eins fyrirtækis á öðru auk hefðbundins samruna, þar sem öðru félaginu er slitið með yfirfærslu allra réttinda og skyldna til yfirtökufélagsins. Á sviði hlutafélagaréttar er hugtakið skilgreint þrengra og á við þegar einu eða fleiri félögum er slitið þannig að réttindi og skyldur renni til yfirtökufélagsins.  

Á sviði skattaréttar er oft talað um „skattalegan samruna“ og er þá meðal annars verið að vísa til samruna sem fer fram á grundvelli hlutafélagalöggjafar auk þess að uppfylla nokkur skilyrði skattalöggjafar. Uppfylli samruni slík skilyrði þá geta öll skattaleg réttindi og skyldur hins eða hinna yfirteknu félaga runnið til sameinaðs félags í heild sinni. Varðandi skattaleg réttindi og skyldur má nefna að eignir mega færast til sameinaðs félags á bókfærðum skattalegum verðum, þrátt fyrir að markaðsverð kunni að vera mun hærra og fellur þá ekki til skattskyldur söluhagnaður. 

Með skiptingu er annars vegar átt við þegar félagi er skipt upp þannig að tvö eða fleiri hlutafélölög taka við eignum þess og hins vegar þegar félagi er skipt upp að hluta þannig að eitt eða fleiri félög taka við eignum þess. Svipaðar reglur gilda um skiptingu og um samruna enda má segja að skipting sé í raun sérstök tegund samruna. 

Skatta- og lögfræðisvið KPMG ehf. getur boðið fram alla nauðsynlega aðstoð við samruna-, skiptingar eða yfirtökuferli, allt frá því að annast um einstaka þætti þess eða að halda utan um slíkt ferli í heild.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði