close
Share with your friends

Kaup á fyrirtæki

Kaup á fyrirtæki

KPMG lausnir ehf., dótturfélag KPMG ehf., býður upp á nýstofnuð fyrirtæki til sölu.

KPMG lausnir ehf., dótturfélag KPMG ehf., býður upp á nýstofnuð fyrirtæki til sölu.

KPMG lausnir ehf., dótturfélag KPMG ehf., býður upp á nýstofnuð fyrirtæki til sölu. Félögin hafa ekki haft neina starfsemi með höndum frá stofnun og þar með eru engar leyndar skuldbindingar til staðar sem félagið hefur gengist undir.

Tilgangur með því að eiga og bjóða slík félög til sölu er sá að geta þjónað viðskiptavinum KPMG sem best. Þægindin felast í því að viðskiptavinurinn getur leitað til KPMG ehf. og keypt félag samstundis með undirritun sinni á kaupsamning. Þá er félagið, sem þegar hefur verið skráð og fengið úthlutað kennitölu, tilbúið til nota fyrir kaupandann. Framangreint kemur í stað þess að viðskiptavinurinn stofni sjálfur félag, enda myndi skráning (kennitala) þá ekki liggja fyrir fyrr en 2-3 dögum síðar. 

Sé kaupandi slíks félags hluta- eða einkahlutafélag, þarf að hafa í huga að félögin eru ekki tæk til samsköttunar á kaupári, enda skilyrði 55. gr. laga nr. 90/2003, ekki uppfyllt. Því er ljóst að í sumum tilfellum gæti verið hagastæðara að stofna félag í stað þess að kaupa félag.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði