close
Share with your friends

Hlutir og hlutabréf

Hlutir og hlutabréf

Stjórnum hlutafélaga ber að sjá til þess að gefin séu út hlutabréf, sem sönnun eignarhluta í félaginu.

Sérfræðingar KPMG geta veitt alla nauðsynlega aðstoð við útgáfu hlutabréfa.

Stjórnum hlutafélaga ber að sjá til þess að gefin séu út hlutabréf, en hlutabréf eru skrifleg eða rafræn skjöl, sem hlutafélög gefa út til hluthafa, sem sönnun eignarhluta í félaginu, enda skulu hlutabréf einungis gefin út á nafni eiganda, en ekki til handhafa. Af stimplum hlutabréfa skal greiða stimpilgjald sem nemur 0,5% af nafnverði hlutafjár. Séu hlutabréf ekki stimpluð kann að falla til stimpilsekt, sem nemur allt að hálfu stimpilgjaldinu. Stimpla skal endurútgefin hlutabréf, auk jöfnunarhlutabréfa, en stimplum þeirra er gjaldfrjáls.

Í einkahlutafélögum eru ekki gefin út hlutabréf, en þó er heimilt að gefa út svokölluð hlutaskírteini. Séu hlutaskírteini gefin út skulu þau stimpluð og stimpilgjald greitt á sama hátt og gildir um hlutabréf.

Í sumum tilfellum kann að vera hagræði fólgið í því að gefa hlutabréf félags út rafrænt auk þess sem það er við vissar aðstæður skilyrði. Sé hlutafé gerið út rafrænt er það skráð í Verðbréfaskráningu Íslands.

Sérfræðingar skatta- og lögfræðisviðs KPMG ehf. gefa veitt alla nauðsynlega aðstoð við útgáfu hlutabréfa, stimplun og aflað undanþágu frá greiðslu stimpilgjalds sé um endurútgáfu þeirra að ræða. Auk þess geta sérfræðingar aðstoðað á allan hátt við skráningu og afskráningu rafrænna hlutabréfa, svo sem við undirbúning ákvörðunar þess efnis og samskipti við skráningaraðila, Verðbréfaskráningu Íslands.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði