close
Share with your friends

Breytingar á hlutafé

Breytingar á hlutafé

Reglur hlutafélagalöggjafar eru að mörgu leyti strangar þegar kemur að því að hreyfa til nafnverð hlutafjár, hvort sem er með lækkun þess eða hækkun.

Reglur hlutafélagalöggjafar eru að mörgu leyti strangar.

Undirbúningur og utanumhald við lækkun- og hækkun hlutafjár

Reglur hlutafélagalöggjafar eru að mörgu leyti strangar þegar kemur að því að hreyfa til nafnverð hlutafjár, hvort sem er með lækkun þess eða hækkun. Auk þess kunna samþykktir félaga að innihalda reglur sem ná lengra en ákvæði löggjafar. Það er því mikilvægt að vanda allan undirbúning og ferli við slíkar breytingar. 

Aðstoð við innlausn hlutafjár

Í lögum um hluta- og einkahlutafélög er að finna ákvæði um að við vissar aðstæður hafi stærsti hluthafi félagsins rétt og skyldu til að innleysa hluti annarra hluthafa. Þessar reglur eru ekki síst til staðar til að tryggja rétt minnihluthafa. Auk þessara lögbundnu ákvæða er heimilt að hafa í samþykktum félags ákvæði um innlausn við aðrar aðstæður, enda duga ákvæði um forkaupsrétt ekki í öllum tilvikum, sér í lagi þegar kemur að búskiptum. Það kann því að vera mikilvægt að samþykktir félaga innihaldi ákvæði um innlausn við slíkar aðstæður ef markmið eigenda er að halda eignaraðild innan ákveðins hóps.  

Sérfræðingar skatta- og lögfræðisviðs KPMG ehf. geta aðstoðað við ráðgjöf vegna þessa og geta þar að auki annast um ferli við slíka innlaun.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði