close
Share with your friends

Breyting á rekstrarformi

Breyting á rekstrarformi

Í fæstum tilfellum er félögum markaður ákveðinn líftími við stofnun og lifa sum félög áratugum saman.

Breytt rekstrarform kann að vera hagstætt þínu fyrirtæki.

Breytt rekstrarform kann að vera hagstætt þínu fyrirtæki. Þarfnist þú ráðgjafar varðandi breytingu á rekstrarformi geta sérfræðingar KPMG aðstoðað þig. 

Í fæstum tilfellum er félögum markaður ákveðinn líftími við stofnun og lifa sum félög áratugum saman. Í millitíðinni kann tilgangur þeirra að breytast auk þess sem rekstrar- og lagaumhverfi breytist og þróast. Því kann að vera hentugt að breyta félagsformi þess á einhverjum ákveðnum tímapunkti.  

Afar misjafnt er hvort slíkt er yfir höfuð framkvæmanlegt og er í sumum tilfellum eina leiðin að slíta félaginu og stofna nýtt. Í öðrum tilfellum er að finna jákvæðar lagaheimildir sem heimila breytingu á rekstrarformi án slita. Slíkar formbreytingar kalla í flestum ef ekki öllum tilfellum á formlegt ferli, oftast félagsfund, auk þess sem leita þarf atbeina opinberra aðila, svo sem fyrirtækjaskrár eða firmaskrár. Við slíkar aðstæður kallast á reglur skattaréttar og félagaréttar og er mjög mikilvægt að leita aðstoðar hjá sérfræðingum á þeim sviðum, enda oft um mikla hagsmuni að ræða.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði