close
Share with your friends

Bókhald og ársreikningar í erlendri mynt

Bókhald og ársreikningar í erlendri mynt

Félög sem uppfylla viss skilyrði sem geta sótt um heimild ársreikningaskrár til þess að færa bókhald sitt í erlendri mynt.

Félög geta sótt um heimild ársreikningaskrár til þess að færa bókhaldið í erlendri mynt.

Bókhald og ársreikningur

Félög sem uppfylla viss skilyrði sem geta sótt um heimild ársreikningaskrár til þess að færa bókhald sitt í erlendri mynt og að semja ársreikning í sömu mynt. Það kunna að vera miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir rekstraraðila að fá slíka heimild, sérstaklega ef tekjur og kostnaður eru í erlendum myntum, enda kunna sveiflur í gengi íslensku krónunnar að skekkja framsetningu reikningsskila. Félög sem hyggja á slíka umsókn ættu að hafa sérfræðinga með í ráðum enda mikilvægt að umsókn sé sett fram á réttan hátt. Umsókn þarf að vera komin til ársreikningaskrár tveimur mánuðum fyrir upphaf þess reikningsár sem sótt er um, en sé um nýtt félag að ræða, þá þarf að sækja um innan tveggja mánaða frá stofnun, eigi umsóknin að gilda frá stofnun þess. Sérfræðingar skatta- og lögfræðisviðs KPMG ehf. veita alla nauðsynlega aðstoð við umsóknarferli og annast nauðsynleg samskipti við ársreikningaskrá. 

Hlutafé

Þau félög sem fengið hafa heimild ársreikningaskrár til að færa bókhald sitt í erlendri mynd og að semja reikningsskil sín í þeirri mynt, öðlast sjálfkrafa heimild til að skrá hlutafé sitt í sama gjaldmiðli. Það gerist þó ekki sjálfkrafa og stjórn félags sem hyggst skrá hlutafé sitt í erlendri mynt þarf að afla samþykkis hluthafafundar áður en slíku verður við komið. Skráningin kallar á breytingu samþykkta og tilkynningar til hlutafélagaskrár ríkisskattsstjóra.  

Sérfræðingar skatta- og lögfræðisviðs KPMG ehf. geta aðstoðað og haldið utan um slíkt ferli.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði