close
Share with your friends

Erlent vinnuafl

Erlent vinnuafl

Mörg álitaefni geta komið upp varðandi erlent vinnuafl á íslenskum vinnumarkaði og geta álitaefnin verið breytileg.

Mörg álitaefni geta komið upp varðandi erlent vinnuafl á íslenskum vinnumarkaði.

Starfsmenn KPMG hafa mikla reynslu af því að veita ráðgjöf í sambandi við erlent vinnuafl sem kemur hingað til lands. Mörg álitaefni koma upp varðandi erlent vinnuafl á íslenskum vinnumarkaði og geta álitaefnin verið breytileg m.a. eftir því hvort hinn erlendi starfsmaður er ríkisborgari á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eða hvort hann sé ráðinn til starfa hjá innlendum eða erlendum atvinnurekanda. 

Áður en erlent vinnuafl kemur til landsins er ráðlegt að huga að eftirtöldum atriðum: 

Atvinnuréttindi

Ríkisborgarar EES ríkja hafa rétt á að koma hingað til lands í leit að vinnu og ráða sig til starfa. Íslensk fyrirtæki sem ráða hinu erlendu starfsmenn til starfa þurfa ekki að sækja um atvinnuleyfi vegna þeirra. Þó ber að tilkynna Vinnumálastofnun um ráðninguna ef um ríkisborgara er að ræða frá ríki sem nýlega hefur fengið inngöngu í ESB.

Íslenskur atvinnurekandi ber að sækja um atvinnuleyfi til Vinnumálastofnunar ef um ríkisborgara utan EES ríkis er að ræða. Leggja ber fram sérstakan ráðningarsamning til staðfestingar á því að um tímabundna ráðningu sé að ræða. Hinn erlendi ríkisborgari þarf að fá útgefið dvalarleyfi frá Útlendingastofnun auk þess sem kaupa verður sjúkratryggingu sem gildir að lágmarki í sex mánuði. 

Ef fyrirtæki, stofnsett innan EES svæðisins, sendir starfsmenn sína hingað til lands gilda sömu reglur og gilda um ríkisborgara EES svæðisins. Á það jafnt við um alla starfsmenn fyrirtækisins hvort sem þeir eru EES ríkisborgarar eða hafa ríkisfang utan EES svæðisins, að því gefnu að þeir hafi atvinnuleyfi í EES ríkinu. 

Dvalarréttindi

EES ríkisborgarar þurfa ekki að sækja um dvalarleyfi hér á landi dvelji þeir við störf í þrjá mánuði eða skemur. Ef dvalið er lengur ber þeim að sækja um dvalarleyfi til Útlendingastofnunar. Ríkisborgarar ríkja utan EES svæðisins hafa ekki rétt á dvalarleyfi hér á landi. Útlendingastofnun er þó heimilt að veita slíkt leyfi til útlendings sem ráðinn er í vinnu hér á landi að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum. 

Laun og önnur starfskjör

Almenna reglan er sú að útlendingar sem starfa hér á landi eiga rétt á að njóta sömu kjara og innlent launafólk. Gildir það jafnt um ríkisborgara EES ríkis sem og ríkisborgara ríkja utan þess. Við mat á því hvaða laun atvinnurekanda ber að lágmarki að greiða erlendum starfsmanni sínum þarf að skoða hvert mál sérstaklega út frá starfsgrein og gildandi kjarasamningum hverju sinni. 

Tryggingaréttindi

Mikilvægt er að gæta vel að því að tryggingamál starfsmannanna séu í réttu horfi. Almenna reglan er sú að starfsmaður er ekki sjúkratryggður fyrr en hann hefur verið búsettur á Íslandi í a.m.k. í sex mánuði. Ef starfsmaðurinn er ríkisborgari EES ríkis heldur sá aðli almennt sínum rétti til sjúkratryggingar og er undanþeginn greiðslu tryggingagjalds og iðgjalds í lífeyrissjóð hér á landi. Ef starfsmaðurinn er ráðinn til vinnu af íslenskum launagreiðanda ber honum annars vegar að framvísa evrópsku sjúkratryggingakorti E-111 eða E-128 (stutt dvöl og lögheimili ekki breytt) eða E-104 (lögheimili breytt). Ef starfsmaðurinn er í beinu ráðningarsambandi hjá erlendum vinnuveitanda í EES ríki og aðeins er um tímabundna vinnu á Íslandi að ræða þá þarf hann að framvísa E-101 vottorði um að hann sé tryggður í heimaríki (með vottorðinu fylgir síðan annað hvort E-128 eða E-106).  

Skattyfirvöld

Ef erlendi starfsmaðurinn ræður sig í vinnu hjá innlendum atvinnurekanda ber að sækja um kennitölu fyrir erlenda starfsmanninn til þjóðskrár. Í kjölfarið þarf að sækja um skattkort til ríkisskattstjóra.Ef erlendi starfsmaðurinn fær greitt frá erlendum launagreiðanda ber hinum erlenda launagreiðanda að skrá sig á launagreiðandaskrá ríkisskattstjóra. 

Tilkynning um veitta þjónustu til Vinnumálastofnunar

Ef þjónusta er veitt hér á landi samtals lengur en 10 virka daga á tólf mánaða tímabili ber að sinna upplýsingaskyldu til Vinnumálastofnunar. Ef veita á þjónustu samtals lengur en fjórar vikur á tólf vikna tímabili og fleiri en sex starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu að jafnaði ber fyrirtækinu að tilnefna sérstakan fulltrúa hér á landi. Starfsmannaleigur eru þó ávallt skráningarskyldar. 

Sérfræðingar KPMG hafa mikla reynslu og þekkingu á málefnum þeirra sem koma til landsins. Ef þú þarft á faglegri þjónustu að halda skaltu leita til sérfræðinga KPMG.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði