close
Share with your friends

Fyrirframgreiðsla arfs

Fyrirframgreiðsla arfs

Arfur greiddur erfingjum í lifandi lífi arfleifanda nefnist fyrirfram greiddur arfur. Greiðist af honum skattur eins og um skipti á dánarbúi.

Ekkert því til fyrirstöðu að arfur sé greiddur erfingjum í lifandi lífi arfleifanda.

Ekkert því til fyrirstöðu að arfur sé greiddur erfingjum í lifandi lífi arfleifanda. Nefnist það fyrirfram greiddur arfur og greiðist af honum sami skattur og ef um skipti á dánarbúi væri að ræða. Ekki kemur til frekari skattlagningar af þeirri eignaryfirfærslu. 

Fyrirframgreiddur arfur greiðist erfingjum arfleifanda. Erfingjar geta verið annars vegar lögerfingjar og hins vegar þeir sem teljast erfingjar skv. erfðaskrá. Með erfðaskrá getur arfleifandi þó ekki ráðstafað meira en 1/3 eigna sinna ef skylduerfingjar eru til staðar og taka arf. Skylduerfingjar eru maki og niðjar (börn, barnabörn o.s.frv.). Niðjar eiga rétt á 2/3 og maki 1/3 af arfi arfleifanda. Ef maka er ekki til að dreifa taka niðjar allan arf en hafi arfleifandi ekki eignast börn tekur maki allan arf.  

Ef fyrirframgreiddur arfur er greiddur til skylduerfingja kemur sú greiðsla til frádráttar arfi hans við andlát arfleifanda. Arfurinn er virtur erfingja til frádráttar eftir gangverði þegar erfingi veitir arfinum viðtöku, framreiknuðum til verðlags á þeim tíma sem frádráttur á sér stað við arfskipti. Skattur af fyrirframgreiddum arfi miðast við þann dag sem sýslumaður áritar erfðafjárskýrslu, gjalddagi skattsins tíu dögum eftir að erfingjum hefur verið tilkynnt um áritunina og eindagi mánuði síðar. Réttaráhrif fyrirframgreiðslu upp í arf miðast við það tímamark þegar erfðafjárskattur hefur verið greiddur en áritun sýslumanns ef ekki þarf að greiða skatt.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði