close
Share with your friends

Erfðaskrá

Erfðaskrá

Við andlát arfleifanda er eignum hans ráðstafað annars vegar samkvæmt lögum og hins vegar samkvæmt erfðaskrá.

Við andlát arfleifanda er eignum hans ráðstafað skv. lögum og skv. erfðaskrá.

Við andlát arfleifanda er eignum hans ráðstafað annars vegar samkvæmt lögum og hins vegar samkvæmt erfðaskrá. Algengt er að þegar arfsúthlutun einungis eftir lögunum sé hún ekki í samræmi við vilja arfleifanda og því nauðsynlegt fyrir hann að útbúa erfðaskrá þar sem hann kemur vilja sínum fram. 

Með erfðaskrá er meðal annars hægt að: 

  • Mæla fyrir um rétt maka til að sitja í óskiptu búi stjúpniðja án samþykkis þeirra.
  • Koma í veg fyrir að maki geti setið áfram í óskiptu búi.
  • Ráðstafa eignum, utan skylduarfs, eftir sínum vilja. 

Arfleifanda er aðeins heimilt að ráðstafa sem nemur 1/3 hluta eigna sinna með erfðaskrá ef skylduerfingjar eru til staðar og taka arf. Skylduerfingjar teljast maki arfleifanda og börn (og niðjar þeirra). 

Strangar formkröfur eru gerðar til erfðaskráa að lögum svo mikilvægt er að vandað sé til verka. Það fer síðan eftir fjölskylduhögum og vilja hjá hverjum og einum hvernig best sé að útbúa erfðaskrá í hverju tilfelli. Æ algengara er að fólk sjái sér hag í að útbúa erfðaskrá og sýni fyrirhyggju til að tryggja að rétt sé staðið að málum ef svo fer að andlát bæri óvænt að garði.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði