close
Share with your friends

Dánarbússkipti

Dánarbússkipti

Við andlát skattaðila verður til dánarbú sem tekur við öllum réttindum og skyldum hins látna.

Við andlát skattaðila verður til dánarbú sem tekur við réttindum og skyldum hins látna.

Við andlát skattaðila verður til dánarbú sem tekur við öllum réttindum og skyldum hins látna. Dánarbúið tekur m.a. við skattskyldu hins látna og ber að telja fram og skila skattframtali fyrir hönd dánarbúsins á því ári sem það verður til og fram til þess árs sem skiptunum líkur. Erfingjum ber að standa skil á framtali fyrir dánarbúið sé það í einkaskiptum en sé um opinber skipti að ræða hefur skiptastjóri það með höndum. 

Innan fjögurra mánaða frá andláti, ber erfingjum skylda til að hlutast til um skiptingu á dánarbúinu. Skiptunum getur lokið á eftirfarandi vegu: 

  • Ef maki er eftirlifandi getur hann óskað eftir setu í óskiptu búi. 
  • Fáist það samþykkt fara engin skipti fram á meðan hann er á lífi. 
  • Ef dánarbúið er eignalaust eða eignir duga einungis fyrir kostnaði við útför. Ef svo stendur á þá er skiptunum strax gegn því að kostnaður af útförinni sé greiddur. 
  • Erfingjar fá leyfi til einkaskipta á dánarbúinu. 
  • Opinber skipti fara fram á dánarbúi. 

Almennt er erfingjum ekki heimilt að gera neinar ráðstafanir varðandi hagsmuni dánarbúsins nema þeir hafi áður fengið leyfi sýslumanns til einkaskipta. Fái erfingjarnir heimild til einkaskipta bera þeir óskipta ábyrgð á skattgreiðslum hins látna og dánarbúsins.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði