close
Share with your friends

Áreiðanleikakannanir

Áreiðanleikakannanir

Með áreiðanleikakönnun er verið að staðreyna stöðu fyrirtækis, rekstur og önnur atriði til þess að varpa skýru ljósi á raunverulega stöðu þess.

Með áreiðanleikakönnun er verið að staðreyna stöðu fyrirtækis.

Miklu máli skiptir að vandað sé til verka þegar útbúin er áreiðanleikakönnun. Í því sambandi skiptir mestu máli að óháður þriðji aðili hafi bæði þekkingu og reynslu í að leysa slík verkefni. Með því að leita til sérfræðinga KPMG getur þú verið viss um að fá faglega og trausta þjónustu hvort sem hún snýr að hluta könnunar eða henni allri. 

Áreiðanleikakönnun, stundum kölluð kostgæfniathugun (e. due dilligence review), er skilgreind sem „ítarleg rannsókn  ásamt skýrslugjöf um fjárhagslega stöðu félags o.fl. sem gerð er í tengslum við samruna, kaup á hlutafé og útboð sem tengist aðgæsluskyldu kaupanda og upplýsingaskyldu seljanda.“ 

Með áreiðanleikakönnun er verið að staðreyna stöðu fyrirtækis, rekstur og önnur atriði til þess að varpa skýru ljósi á raunverulega stöðu þess. Slíkar kannanir eru oft á tíðum undanfari samruna, yfirtöku, eða útboði á hlutafé fyrirtækis og geta veitt þeim sem ekki þekkja til rekstursins mikilvægar upplýsingar um fyrirtækið sem byggðar eru á áreiðanlegum upplýsingu óháðs þriðja aðila. 

Áreiðanleikakannanir geta verið jafn mismunandi og fyrirtæki eru mörg og er því engin ein leið til að setja fram almennar forsendur fyrir áreiðanleikakönnun án tillits til þess fyrirtækis sem hlut á í hverju tilfelli fyrir sig. Eftir eðli þeirra hagsmuna sem eiga við hverju sinni er þó hægt að skipta áreiðanleikakönnunum í þrennt: 

  1. Lögfræðileg áreiðanleikakönnun (e. legal due diligence). Lögfræðilegri áreiðanleikakönnun er ætlað að staðreyna hvort skipulag og rekstur félags sé og hafi verið í samræmi við lög og reglur sem og samþykktir félagsins. Slík könnun getur ennfremur snúið að því að staðfesta eignarrétt félags á eignum sem taldar eru fram í ársreikningi eða að skuldbindingar séu ekki víðtækari en talið hefur verið. 
  2. Skattaleg áreiðanleikakönnun (e. tax due diligence). Með skattalegri áreiðanleikakönnun er leitast við að greina skattalega stöðu fyrirtækis. Má hér nefna hvor finna sé tekjuskattskuldbindingu í bókum félagsins, hvort virðisaukaskattskvöð sé í góðu horfi, hvort haldið hafi verið eftir virðisaukaskatti og staðgreiðslu og því skilað í ríkissjóð o.s.frv.Hér getur skipt máli að heimild skattyfirvalda, til að gera breytingar á skattaskilum félaga, nær sex ár aftur í tímann. Það getur því þurft að skoða málefni félagsins aftur í tímann til að staðfesta núverandi og fyrirbyggja að skattyfirvöld komi til með að endurákvarða skatta félagsins. 
  3. Fjárhagsleg áreiðanleikakönnun (e. financial due diligence). Með fjárhagslegri áreiðanleikakönnun er verið að ganga úr skugga um að upplýsingar í áreikningi og milliuppgjörum gefi rétta mynd af rekstri og fjárhagsstöðu félagsins. 

Algengast er að óskað sé eftir áreiðanleikakönnun af hálfu kaupanda (e. buyer due diligence). Seljandi getur hins vegar einnig átt frumkvæði að áreiðanleikakönnun (e. vendor due diligence). Sé sú leið farin er mikilvægt að leitað sé til óháðs þriðja aðila til að framkvæma áreiðanleikakönnunina út frá væntingum hugsanlegra kaupenda. Kostur þess að velja þessa leið er að seljandi veitir kaupendum tækifæri á að hafa álit óháðs þriðja aðila til hliðsjónar við ákvarðanatökuna sem gæti orðið til þess að flýta fyrir að ná samningum. Kaupendur gætu eftir sem áður viljað fá aðra óháða áreiðanleikakönnun til að staðfestingar. 

Starfsmenn KPMG hafa yfir að geyma sérþekkingu og reynslu af gerð áreiðanleikakannanna. Viljir þú að áreiðanleikakönnunin sé framkvæmd af fagmönnum hefur þú samband við KPMG.  

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði