Tekjuskattur og útsvar

Tekjuskattur og útsvar

Álitaefni varðandi tekjuskatta og útsvör eru fjölmörg. Ef þig vantar faglega ráðgjöf á þessu sviði geta starfsmenn KPMG aðstoðað þig.

Álitaefni varðandi tekjuskatta og útsvör eru fjölmörg.

Álitaefni varðandi tekjuskatta og útsvör eru fjölmörg. Ef þig vantar faglega ráðgjöf á þessu sviði geta starfsmenn KPMG aðstoðað þig.  

Tekjuskattur reiknast af tekjum manna og lögaðila. Tekjur skiptast í þrjá flokka eftir eðli þeirra og skattleggjast þær með mismunandi hætti. Undir fyrsta flokkinn falla tekjur manna aðrar en rekstrartekjur og eignatekjur, þ.e. vinnulaun, bætur, styrkir, höfundarréttargreiðslur, verðlaun, vinningar og gjafir. Undir annan flokkinn falla tekjur manna af atvinnurekstri og sjálfstæðri starfsemi og allar tekjur lögaðila sem ekki eru sérstaklega undanþegnir tekjuskatti. Undir þriðja flokkinn falla eignatekjur (fjármagnstekjur) manna og þeirra lögaðila sem undanþegnir eru tekjuskatti að öðru leyti. 

Tekjuskattur manna af öðrum tekjum en fjármagnstekjum er þrepaskiptur. Þrepin eru þrjú og er fer skatthlutfallið stighækkandi eftir þrepum.

Tekjuskattshlutföll lögaðila er tvö og ræðst það af eðli lögaðilans undir hvort hlutfallið lögaðili fellur. Helst það í hendur við það hvort úttektir eigenda eru skattlagðar eða ekki. Ef virt er saman skattlagning tekna lögaðila og úttektar eigenda er heildarskattlagningin sú sama. 

Stundum getur verið erfitt að greina á milli tegunda tekna manna. Skilin milli vinnulauna og tekna af sjálfstæðri starfsemi eru ekki skörp, þ.e. hvenær er maður launþegi og hvenær verktaki. Engar óyggjandi skilgreiningar eru til á þessum hugtökum, en skattalaga skiptir miklu máli undir hvort hugtakið maður fellur. KPMG getur orðið þér að liði við að greina milli launaþegasambands og verktakasambands. 

Skil milli vinnulauna og eignatekna (fjármagnstekna) geta einnig verið óljós. Þannig getur t.d. orkað tvímælis hvort greiðslur frá einkahlutafélagi til starfandi hluthafa skulu skattlagðar sem vinnulaun eða arður. Í því sambandi þarf að hafa í huga að heimildir félaga til að afhenda hluthöfum sínum fé eru verulegum takmörkunum háðar. Þekkir þú þessar reglur til hlítar? KPMG getur aðstoðað þig ef þú ert í vafa. 

Útsvar er reiknað af öðrum tekjum manna en fjármagnstekjum og rennur það til sveitarfélaga. Sveitarfélögin hafa ákvörðunarvald um skatthlutfallið innan ákveðinna lögboðinna marka. Útsvarshlutfall er því breytilegt milli sveitarfélaga. Lögaðilar greiða ekki útsvar. 

Skattskylda er misrík, ótakmörkuð eða takmörkuð. Í ótakmarkaðri skattskyldu á Íslandi felst skylda til að greiða hér á landi skatt af öllum tekjum hvort sem þeirra er aflað á Íslandi eða utan þess. Ótakmörkuð skattskylda ræðst af heimilisfesti eða dvöl á Íslandi. Takmörkuð skattskylda felst í skyldu til að greiða hér á landi skatt af tekjum sem uppruna sinn eiga á Íslandi, þrátt fyrir að hinn skattskyldi sé heimilisfastur utan Íslands. Samsvarandi reglur eru í öðrum ríkjum og því getur komið til þess að sömu tekjurnar séu skattskyldar í tveimur ríkjum. Til að koma í veg fyrir slíka tvísköttun hefur Ísland gert samninga við fjölmörg ríki um skiptingu skattlagningarréttar, svokallaða tvísköttunarsamninga. Ef þú ert í þeirri stöðu að tekjur þínar gætu verið skattskyldar í fleiri en einu ríki gæti KPMG orðið þér að liði. 

Að meginstefnu ber hver maður sjálfstæða skattaðild. Samsköttun hjóna og fólks í óvígðri  sambúð víkur frá þeirri meginstefnu, að því er varðar sköttun fjármagnstekna og ákvörðun vaxtabóta og barnabóta. 

Hver lögaðili hefur sjálfstæða skattaðild. Sameignarfélög, samlagsfélög og samlagshlutafélög geta þó valið um sjálfstæða skattaðild eða að tekjur þeirra verði skattlagðar hjá eigendum. Það val fer fram þegar við opinbera skráningu félagsins.

Móður- og dótturfélög í formi hlutafélaga, einkahlutafélaga og samlagshlutafélaga geta fengið heimild til samsköttunar ef eignarhald á dótturfélögum er 90% innan samstæðunnar sem samsköttunar óskar allt viðkomandi reikningsár. Áhrif samsköttunar eru meðal annars þau að tap eins félags nýtist við skattlagningu á móti hagnaði annarra, eftir ákveðnum reglum. Geta þin félög haft hag af samsköttun?

Hafðu samband