Stimpilgjald

Stimpilgjald

Sýslumaður hefur það hlutverk að leggja á stimpilgjald á stimpilgjaldskyld skjöl, sbr. lög nr. 36/1978, um stimpilgjald.

Sýslumaður hefur það hlutverk að leggja á stimpilgjaldl, sbr. lög nr. 36/1978.

Þann 1. janúar 2014 tóku gildi lög nr. 138/2013, um stimpilgjald. Lögin felldu úr gildi eldri stimpilgjaldslög nr. 36/1978 og og þar með stimpilgjaldsskyldu ýmissa skjala sem eldri lögin kváðu á um. Stimpilgjaldsskyldan náði áður m.a. til skuldabréfa, afsala, víxla, hlutabréfa og félagasamninga með takmarkaðri ábyrgð, vátryggingaskjala, kaupmála, endurrit gerðabóka, leigusamninga, heimildaskjala og skjala sem lögðu á ítök, skyldur eða kvaðir á eign. 

Nú tekur stimpilgjaldsskyldan aðeins til:

 • Skjala sem varða eignayfirfærslu fasteigna hér á landi og skipa yfir 5 brúttótonnum skrásett hér á landi, svo sem afsölum, kaupsamningum og gjafagerningum.
 • Gjaldskylda stofnast við undirritun skjals og eindagi er 2 mánuðum síðar. Ekki skiptir máli þótt skjali sé ekki þinglýst. 

Gjaldhlutfall:

 • 0,8% ef rétthafi er einstaklingur (hálft gjald við fyrstu íbúðarkaup).
 • 1,6% ef rétthafi er lögaðili.  

Gjaldstofn:

 • Gjaldskylt skjal vegna fasteignar er skráð matsverð fasteignaskrár Íslands þegar gjaldskylda stofnast.
 • Gjaldskylt skjal vegna skipa yfir 5 brúttótonnum er verð kaupsamnings eða annars skjals um eignayfirfærslu, þó aldrei lægri fjárhæð en áhvílandi veðskuldir. 

Önnur atriði:

 • Breytingar eignaskráningar vegna samruna og/eða skiptinga félaga eru ekki undanþegnar stimpilgjaldi.
 • Verðbreyting til hækkunar er gjaldskyld.
 • Þegar greitt hefur verið stimpilgjald vegna kaupsamnings eða annars skjals um eignaryfirfærslu er afsalsbréf til sama kaupanda undanþegið stimpilgjaldi.
 • Aðeins eitt skjal er gjaldskylt þegar skjöl gefin út í mörgum eintökum.
 • Eignayfirfærsla fasteigna til erfingja eða maka upp í búshelming eru áfram undanþegnar gjaldinu. 

Álag:

 • Ef gjaldinu er ekki skilað fyrir eindaga (2 mánuðir frá undirritun) reiknast álag frá og með gjalddaga sem nemur 1% á hvern byrjaðan dag af vanskilafjárhæð - þó ekki hærra en sem nemur 10% af vanskilafjárhæð.
 • Engin ákvæði eru lengur sem kveða á um dráttarvexti af vanskilafjárhæð. 

Endurgreiðsla stimpilgjalds (auk vaxta) getur átt sér stað:

 • ef gjaldskylt skjal er ógilt með öllu að lögum,
 • ekki verður af því að það réttarástand skapist sem hið gjaldskylda skjal ráðgerði,
 • ef stimpilgjald er af vangá innheimt af gjaldfrjálsu skjali,
 • ef of hátt stimpilgjald er innheimt.

Hafðu samband