Staðgreiðsla skatta

Staðgreiðsla skatta

Fjölmörg álitaefni geta komið upp í tengslum við staðgreiðslu skatta.

Fjölmörg álitaefni geta komið upp í tengslum við staðgreiðslu skatta.

Mikilvægt er að staðgreiðsluskyldir aðilar séu meðvitaðir um hvaða reglur gilda í þessu sambandi. Fáðu sérfræðinga KPMG til að aðstoða þig. Staðgreiðsluskattar eru ekki enn einn skatturinn heldur vísar hugtakið til þess að tekjuskattur, útsvar, tryggingagjald og fjármagnstekjuskattur af vöxtum og arði eru innheimt í staðgreiðslu, þ.e. samtímis því að skattskyldan fellur til. Staðgreiðsla skattanna er bráðabirgðagreiðsla þeirra, sem stefnd er af við álagningu opinberra gjalda að tekjuárinu liðnu. 

Greiðendur vinnulauna, bóta, styrkja og annarra þeirra greiðslna sem skattleggjast sem laun skulu annast innheimtu tekjuskatts og útsvars af greiðslunum og skila í ríkisjóð. Sjálfstætt starfandi manni ber sjálfum að standa í staðgreiðslu skil á skatti af reiknuðu endurgjaldi (reiknuðum launum) vegna vinnuframlags síns, maka og barna. Hlutafélög og einkahlutafélög sem greiða arð til hluthafa sinna skulu halda eftir og skila í ríkissjóð fjármagnstekjuskatti af arðgreiðslunum. Skylda til að halda eftir í staðgreiðslu fjármagnstekjuskatti af vöxtum hvílir á þeim sem atvinnu hafa af fjárvörslu eða innheimtu. 

Skylda til að halda skatti eftir í staðgreiðslu og skila í ríkissjóð hvílir á hverjum þeim sem innir af hendi greiðslu til einhvers sem skattskyldur er af greiðslunni hér á landi þrátt fyrir búsetu erlendis. Þessi skylda tekur til greiðslna fyrir vinnu eða þjónustu, greiðslna fyrir afnot af lausafé, einkaleyfi, réttindum og sérþekkingu. Staðgreiðsluskyldan tekur einnig til hagnaðar af sölu lausafjár, hlutabréfa og óefnislegra eigna, arðs og vaxta. Afdráttarskyldan er til staðar hvort heldur móttakandinn er maður eða lögpersóna, en hlutfall skattsins sem halda ber eftir er mishátt. Tvísköttunarsamningar leysa greiðendur ekki undan skyldum til afdráttar skatts, enda taka þeir aðeins á skattlagningarrétti en ekki innheimtu skatta og staðgreiðsla skatta er bráðbirgðainnheimta þeirra. Hins vegar getur ríkisskattstjóri, að fenginni umsókn, veitt undanþágur frá afdrætti skatts í staðgreiðslu á grundvelli tvísköttunarsamninga og heimilað endurgreiðslu þegar afdregins skatts í staðgreiðslu. 

Ábyrgð greiðanda er rík. Hann ber ábyrgð á greiðslu þess skatts sem honum ber að halda eftir og skal sæta viðurlagakenndu álagi standi hann ekki rétt skil á skattinum. 

Þekkir þú staðgreiðsluskyldur þínar? KPMG hefur á að skipa fólki sérfróðu í þessum efnum þurfir þú aðstoð.

Hafðu samband