Tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð

Tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð

Mikilvægt er að gæta vel að því að trygginga- og lífeyrismál fólks sem starfar í tveimur eða fleiri löndum séu í réttu horfi.

Mikilvægt er að gæta vel að því að trygginga- og lífeyrismál fólks séu í réttu horfi.

Almenna reglan er sú að starfsmaður er ekki sjúkratryggður fyrr en hann hefur verið búsettur á Íslandi í a.m.k. í sex mánuði. Starfsmaður sem kemur frá EES ríki heldur almennt rétti sínum til sjúkratrygginga en þarf að framvísa evrópsku sjúkratryggingakorti.

Ef starfsmaður er ráðinn til vinnu af íslenskum launagreiðanda ber að greiða tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð fyrir starfsmanninn á Íslandi. 

EES-svæðið

Erlendur starfsmaður frá EES svæðinu sem starfar á Íslandi fyrir erlendan vinnuveitanda (af EES svæðinu) getur sótt um að vera undanþeginn greiðslu tryggingagjalds og iðgjalds í lífeyrissjóð hér á landi ef hann framvísar erlendu E-101 vottorði. Starfsmanninum ber þá að greiða tryggingagjald og iðgjöld í lífeyrissjóð í sínu heimalandi eftir þeim reglum sem eru í gildi þar.

Utan EES

Erlendur starfsmaður utan EES svæðisins verður alltaf að greiða tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð hér á landi, hvort sem um útsendan starfsmann erlends vinnuveitanda er að ræða eða starfsmann íslensks fyrirtækis. Starfsmaðurinn getur sótt um endurgreiðslu á lífeyrissjóðsiðgjöldum við brottför frá Íslandi.

Íslenskur starfsmaður íslensks félags sem sendur er til starfa í öðru EES ríki getur sótt um að halda áfram að vera hluti af íslenska almannatryggingakerfinu. Viðkomandi starfsmaður sækir þá um íslenskt E-101 vottorð og greiðir tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð á Íslandi þó svo að hann sé orðinn skattskyldur í öðru EES ríki.

Hafðu samband