Erfðafjárskattur

Erfðafjárskattur

Samkvæmt lögum ber að greiða 10% erfðafjárskatt af öllum verðmætum sem úthlutað er við skipti á dánarbúi manns til erfingja.

Skv. lögum er 10% erfðafjárskattur af verðmætum sem úthlutað er við skipti á dánarbúi.

Um erfðafjárskatt gilda lög nr. 14/2004 um erfðafjárskatt. Samkvæmt þeim ber að greiða 10% erfðafjárskatt af öllum verðmætum sem úthlutað er við skipti á dánarbúi manns til erfingja. Mat á verðmæti eigna miðast við dánardag arfleifanda. Þó er ekki greiddur erfðafjárskattur af fyrstu kr. 1.500.000 í skattstofni dánarbús. 

Samkvæmt erfðalögum nr. 8/1962 er ekkert því til fyrirstöðu að arfur sé greiddur erfingjum í lifandi lífi arfleifanda. Nefnist það fyrirfram greiddur arfur. Af fyrirfram greiddum arfi greiðist 10% erfðafjárskattur án skattleysismarks og kemur ekki til frekari skattlagningar af þeirri eignaryfirfærslu síðar. 

Meðal þeirra verkefna sem KPMG sér um er: 

  • Heildar umsjón við skipti á dánarbúum.
  • Umsókn um leyfi til einkaskipta.
  • Framkvæmd einkaskipta.
  • Gerð erfðafjárskýrslu, afsala og annarra tengdra skjala.
  • Skiptagerð.
  • Mat á eignum dánarbúsins hvort sækja eigi um leyfi til einkaskipta eða um leyfi til opinbera skipta. 
  • Aðstoð við skjalagerð vegna greiðslu fyrirframgreidds arfs.

Hafðu samband