Tvísköttunarsamningar

Tvísköttunarsamningar

Með tvísköttunarsamningum hafa ríki, tvö eða fleiri, tekið sig saman um að skipta skattlagningarréttinum milli sín til að koma í veg fyrir tvísköttun.

Með slíkum samningi taka ríki sig saman um að skipta skattlagningarréttinum á milli sín.

Almennt leggja ríki á skatt á tveimur grunn forsendum, annars vegar vegna uppruna teknanna, þ.e. í því ríki sem þær eru upprunnar og hins vegar vegna heimilisfesti móttakanda þeirra, þ.e. í því ríki sem sá sem fær tekjurnar dvelur að jafnaði. Framangreindar reglur leiða til þess að tekjur sem maður heimilisfastur í ríki A aflar í ríki B verða skattskyldar í báðum ríkjum. 

Með tvísköttunarsamningum hafa ríki, tvö eða fleiri, tekið sig saman um að skipta skattlagningarréttinum milli sín til að koma í veg fyrir tvísköttun. 

Tekjur úr landi eru almennt staðgreiðsluskyldar. Til að beita ákvæðum tvísköttunarsamnings við staðgreiðslu á tekjur erlendra aðila þarf að sækja um heimild til ríkisskattstjóra fyrirfram. Ef slík heimild er ekki til staðar ber að halda eftir fullri staðgreiðslu skatts skv. tekjuskattslögum. Hægt er að sækja um endurgreiðslu á ofgreiddum skatti samkvæmt tvísköttunarsamningi við almenna álagningu hvers árs. 

KPMG hefur mikla reynslu við aðstoð í sambandi við tvísköttunarsamninga. Meðal þess sem við getum aðstoðað þig við er: 

  • Almenn ráðgjöf varðandi tvísköttunarsamninga.
  • Sækja um heimild til ríkisskattstjóra eða erlendra skattyfirvalda til að halda eftir staðgreiðslu skv. ákvæðum tvísköttunarsamnings.
  • Sækja um endurgreiðslu á ofgreiddum sköttum hér á landi og erlendis skv. ákvæðum tvísköttunarsamnings.

Hafðu samband