Tekjur erlendra aðila á Íslandi

Tekjur erlendra aðila á Íslandi

Þegar erlendir aðilar koma til Íslands tímabundið til starfa þarf að huga að mörgum þáttum.

Þegar erlendir aðilar koma til Íslands til starfa er að mörgu að hyggja.

Að mörgu að hyggja

Þegar erlendir aðilar koma til Íslands tímabundið til starfa þarf að huga að mörgum þáttum. Þar á meðal má nefna atvinnuleyfi, réttindum launafólks á Íslandi og ekki síst hvernig skattlagningu verður háttað. 

Erlendir starfsmenn sem koma til Íslands tímabundið til starfa og hljóta fyrir laun eru skattskyldir á Íslandi af þeim tekjum á grundvelli uppruna teknanna. Heimaríki starfsmannsins kemur einnig til með að skattleggja sömu tekjur á grundvelli heimilisfestis. Tekjurnar koma því líklega til með að vera tvískattlagðar. 

Ef í gildi er tvísköttunarsamningur við erlenda ríkið er hægt að koma í veg fyrir tvísköttun teknanna. Ef beita á tvísköttunarsamningi við staðgreiðslu hefur ríkisskattstjóri farið fram á að sótt sé um heimild þess efnis fyrirfram.

Sé tvísköttunarsamningur ekki í gildi er hugsanlega hægt að óska eftir við skattyfirvöld í heimaríki að tekið sé tillit til skattgreiðslna á Íslandi. 

Starfsmenn KPMG hafa mikla reynslu af því að veita aðstoð og ráðgjöf varðandi stöðu erlendra starfsmanna sem koma til landsins. Sem dæmi um þjónustu má nefna: 

  • Umsókn um beitingu tvísköttunarsamnings til ríkisskattstjóra.
  • Umsókn um endurgreiðslu á ofgreiddum sköttum á Íslandi skv. tvísköttunarsamningi.
  • Ráðgjöf um hvort hægt sé að sækja um lækkun á skatti erlendis vegna skatta sem greiddir hafa verið á Ísland (þegar tvísköttunarsamningur er ekki í gildi milli ríkjanna).
  • Ráðgjöf varðandi hvernig heildarskattlagning erlends vinnuafls kemur til með að líta út.
  • Skjalagerð og samskipti við yfirvöld fyrir hinn erlenda aðila.

Hafðu samband