Skattaréttur er sérsvið KPMG Law og við bjóðum lausnir við álitamálum tengdum tekjuskatti. Á undanförnum árum hafa fjölmargar breytingar verið gerðar á skattalögum, bæði hér á landi og erlendis, sem hafa mikil áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækja. Því verður sífellt mikilvægara að meta áhrif skatta á viðskipti áður en þau eiga sér stað. 

Þjónusta KPMG Law er margþætt og geta sérfræðingar þess veitt alla almenna skatta-, lögfræði- og reikningsskilaþjónustu í samvinnu við KPMG ehf. Sérfræðingar KPMG Law bjóða hágæða ráðgjafarþjónustu í skattamálum og aðstoð í skattútreikningum og skattskilum fyrirtækja. Skattaréttur er okkar sérsvið og við bjóðum alhliða þjónustu vegna skattalegra álitamála í fyrirtækjarekstri. Við höfum aðgang að sérfræðingum KPMG út um allan heim í gegnum alþjóðlegt tengslanet KPMG og er mikið hagræði fólgið í því fyrir viðskiptavini okkar sem eru með starfsemi erlendis.

Hvernig getum við aðstoðað?

Við leggjum áherslu á að veita áreiðanlega og trausta þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers fyrirtækis hvort sem það er staðsett hér á landi eða erlendis. Þessi þjónusta er lykillinn að því að hámarka ávinning þinn og lágmarka áhættu og kostnað. Við veitum fúslega aðstoð við að meta skattaleg áhrif viðskipta eða svara fyrirspurnum um skattaleg málefni.

 

Þjónusta okkar innifelur:

Ágreiningsmál, ráðgjöf og flókin skattskil

 • Skattaráðgjöf.
 • Aðstoð við skattútreikninga og yfirferð á skattskuldbindingum.
 • Útfylling og yfirferð á skattframtölum rekstraraðila og einstaklinga.
 • Samskipti og málarekstur við skattyfirvöld

Alþjóðlegur skattaréttur

 • Tekjur erlendra aðila á Íslandi.
 • Túlkun og beitingu tvísköttunarsamninga.
 • Milliverðlagning.
 • Afdráttarskattar.
 • Starfsmenn á alþjóðavettvangi.

Virðisaukaskattur og aðrir óbeinir skattar

 • Ráðgjöf um virðisaukaskattsmál og aðstoð við úrbætur þar sem þeirra er þörf.
 • Útreikningar og utanumhald á virðisaukaskattskvöðum vegna fasteigna.
 • Samskipti við tollayfirvöld.

Fylgstu með okkur


Ágúst Karl Guðmundsson

Meðeigandi hjá KPMG LawSoffía Eydís Björgvinsdóttir

Meðeigandi hjá KPMG LawÁskrift að skattafróðleik

Fáðu áhugaverðan fróðleik um skattatengd málefni í þitt pósthólf.


Fylgdu okkur á LinkedIn

Við setjum inn margs konar áhugavert efni á LinkedIn.