Við veitum ráðgjöf um hvers konar samruna og sameiningar félaga innanlands og milli landa. Við framkvæmum einnig skattalegar-, lagalegar- og fjárhagslegar áreiðanleikakannana og sjáum um hvers kyns skjalagerð tengd samrunum og yfirtökum félaga.

Þjónusta KPMG Law er margþætt og geta sérfræðingar þess veitt alla almenna skatta-, lögfræði- og reikningsskilaþjónustu í samvinnu við KPMG ehf. Sérfræðingar KPMG Law bjóða hágæða ráðgjafarþjónustu í skattamálum og aðstoð í skattútreikningum og skattskilum fyrirtækja. Skattaréttur er okkar sérsvið og við bjóðum alhliða þjónustu vegna skattalegra álitamála í fyrirtækjarekstri. Við höfum aðgang að sérfræðingum KPMG út um allan heim í gegnum alþjóðlegt tengslanet KPMG og er mikið hagræði fólgið í því fyrir viðskiptavini okkar sem eru með starfsemi erlendis.

  • Ráðgjöf í aðdraganda ákvarðanatöku um kaup og sölu félaga, samruna eða yfirtöku og aðstoð við gerð viljayfirlýsinga, trúnaðaryfirlýsinga o.s.frv.
  • Gerð áreiðanleikakannana
  • Ráðgjöf við mat á skattalegum áhrifum, með hliðsjón af tekjuskatti og virðisaukaskatti
  • Aðstoð við samningagerð, frágang og orðalag samninga svo sem hluthafasamninga, samninga um kaup á hlutafé og kaupsamninga vegna tiltekinna eigna eða rekstrareininga
  • Aðstoð við skjalagerð, frágang og tilkynningar til opinberra aðila eftir því sem við á
  • Aðstoð í samskiptum við samkeppnisyfirvöld vegna kaupa á rekstrareiningum, fyrirtækjum eða við samruna eða sameiningar fyrirtækja
  • Ráðgjöf og aðstoð veitt í samstarfi við skrifstofur KPMG erlendis ef við á

Fylgstu með okkur


Höskuldur Eiríksson

Meðeigandi hjá KPMG LawSoffía Eydís Björgvinsdóttir

Meðeigandi hjá KPMG LawÁskrift að skattafróðleik

Fáðu áhugaverðan fróðleik um skattatengd málefni í þitt pósthólf.


Fylgdu okkur á LinkedIn

Við setjum inn margs konar áhugavert efni á LinkedIn.