KPMG veitir heildstæða þjónustu á sviði sjálfbærni og sjálfbærra fjármála. Teymi KPMG er reynslumikið og hefur komið að mörgum áberandi verkefnum á sviði sjálfbærni á Íslandi sl. ár.

KPMG býr yfir djúpri þekkingu og reynslu á sviði umhverfis- og loftslagsmála, félagslegrar sjálfbærni, stjórnarhátta og hagsældar. Þá nýtur sjálfbærniteymi stuðnings reynslumikils hóps sérfræðinga innan KPMG á sviði endurskoðunar, lögfræði, skattamála, gagnagreininga o.fl. Að auki hefur teymið aðgang að neti sérfræðinga KPMG á heimsvísu.

Þjónusta KPMG snýr að:

 • Stefnumótun
  • Mótun sjálfbærnistefnu og heildrænnar stefnumótunnar
  • Mikilvægisgreiningum
  • Mati á loftslagsáhættu
  • Flokkunarkefi Evrópusambandsins (EU Taxonomy)
  • Markmiðasetningu og aðgerðaráætlunum
 • Skýrslugjöf
  • Undirbúningur og útreikningar
  • Uppsetning mælaborða
  • Samhæfð skýrslugjöf
  • Staðfestingarvinna (e. assurance)
  • Við höfum sérþekkingu á sviði: GRI, SASB, Nasdaq ESG, Global Compact, Heimsmarkmiða Sþ, CDP, TCFD og annarra helstu leiðbeininga um skýrslugjöf.
 • Sjálfbærum fjármálum
  • Græn, félagsleg, blá og sjálfbær skuldabréf og aðrir fjármálagerningar
  • UFS áhættumat við fjárfestingar
  • UFS áreiðanleikakannanir
  • Innleiðing TCFD og UFS viðmiða við mat á fjárfestingum og lánveitingum
 • Sérhæfðar greiningar
  • Lífsferilsgreiningar (e. life-cycle assessment)
  • Hringrásarhagkerfið, greiningar og innleiðing
  • Sjálfbær vöru- og þjónustuhönnun
  • Vottanir á vörur og starfsemi

Teymi KPMG samanstendur af:

 • Benoit Chéron, viðskiptafræðingur og endurskoðandi,  áralanga reynslu af sjálfbærum fjármálum og staðfestingarvinnu.
 • Dr. Hafþóri Ægi, verkfræðingi, meðstofnandi CIRCULAR Solutions.
 • Hildi Flóvenz, sérfræðingi í félagslegri sjálfbærni og mikla reynslu úr þriðja geiranum.
 • Dr. Kevin Dillman, umhverfis- og auðlindafræðingi, sem hefur starfað við orkumál í fjölda ára.
 • Önnu Bryndísi Zingsheim, hagfræðingur, með áherslu á sjálfbærni og umhverfishagfræði.
 • Bjarna Herrera, lögfræðingur og MBA, með bakgrunn á fjármálamarkaði.
 • Helgu Harðardóttur, endurskoðanda og meðeiganda KPMG.