Innleiðing | KPMG | IS
close
Share with your friends

Innleiðing

Innleiðing

Öll fyrirtæki vilja ná árangri, vaxa og dafna og þá skiptir miklu máli að innleiða fyrirmyndarþjónustu á heildstæðan hátt.

Innleiðing fyrirmyndarþjónustu á heildstæðan hátt

Innleiðing fyrirmyndar þjónustu á heildstæðan hátt

Öll fyrirtæki vilja ná árangri, vaxa og dafna. Ein af áskorunum fyrirtækja í dag er að búa til fyrirtækjamenningu sem í kjarnanum snýst um fyrirmyndar þjónustu. 

Til að byggja upp og viðhalda fyrirmyndar þjónustu þarf að huga að mörgum þáttum og efla samstarf milli starfsmanna og auka samskipti við viðskiptavininn. 

Hvað þarf að vera til staðar?

  • Skýr þjónustustefna
  • Skýr markmið um árangur og reglubundnar mælingar
  • Þjónustustaðlar
  • Heildstæð sýn á alla snertifleti við viðskiptavini
  • Skilvirkt flæði upplýsinga 
  • Starfsmannastefna sem styður við framtíðarsýn 
  • Þjálfun og þróun starfsmanna  

Þjónustustaðlar 

Þjónustustaðlar kalla á að það sé sameiginlegur skilningur allra í fyrirtækinu á hversu góða þjónustu fyrirtækið ætlar að veita. 

Tilgangur þjónustustaðla er að samræma þjónustustig þvert á fyrirtækið og starfsmenn skilji á hvaða hátt best er að mæta þörfum viðskiptavinarins. Þjónustustaðlar tryggja að viðskiptavinir upplifi sömu fyrirmyndar þjónustuna í hvert skipti.  

Þjónustustaðlar skilgreina hverjar þarfir fyrirtækisins eru til þjálfunar starfsmanna og þróunar þeirra með tilliti til vöruþekkingar og viðmóti til viðskiptavinarins. 

Þjónustustaðlar kalla fram þörf á þeim ferlum sem þurfa að vera til staðar innan fyrirtækisins til að tryggja fyrirmyndarþjónustu. 

Hafðu samband

Frekari upplýsingar veitir: