Árangursmælingar | KPMG | IS
close
Share with your friends

Árangursmælingar

Árangursmælingar

Til að tryggja farsæla innleiðingu þjónustustefnu og að þjónustustig viðhaldist er mikilvægt að sinna árangursmælingum og eftirfylgni af kostgæfni.

Mikilvægt er að sinna árangursmælingum og eftirfylgni af kostgæfni.

Árangursmælingar og eftirfylgni

Þjónustumælingar

Til að tryggja farsæla innleiðingu þjónustustefnu og ekki síst tryggja að þjónustustig viðhaldist er mikilvægt að sinna eftirfylgni af kostgæfni. 

Við bjóðum framkvæmd þjónustukannana en þær mæla hvernig tekist hefur til með að ná þeim markmiðum sem sett voru. Aðferðafræðin við framkvæmd þjónustukannana fer alfarið eftir umfangi og aðstæðum hverju sinni. 

Einnig býður KPMG upp á hulduheimsóknir en þá fer starfsmaður KPMG á staðinn og metur þjónustuna sjálfur samkvæmt fyrirfram ákveðnum þjónustustaðli sem fyrirtækið hefur sett sér. 

Niðurstöðum er skilað á rafrænu formi og ábendingar um úrbætur fylgja niðurstöðum. 

Þjálfun og hvati 

Að innleiða nýjar stefnur og áherslur getur verið krefjandi verkefni sem oft eru keyrð áfram af krafti í upphafi en smá saman fjarar undan og viðvarandi árangur næst ekki. Að viðhalda skörpum fókus til langs tíma og byggja ofan á góðan árangur krefst þess að sífellt sé verið að mæla árangur, þjálfa starfsfólk og setja starfsmönnum rétta hvata til aðgerða. 

Sérfræðingar KPMG geta aðstoðað fyrirtæki við að viðhalda árangri til lengri tíma með:

  • Þjálfun framlínustarfsmanna og stjórnenda á þjónustunámskeiðum
  • Skilgreiningu á þjónustumælikvörðum 
  • Uppsetningu á þjónustumælaborði fyrir starfsmenn og stjórnendur
  • Uppsetningu á hvatakerfi fyrir starfsmenn og stjórnendur

Hafðu samband

Frekari upplýsingar veitir: