Sjálfvirknivæðing ferla

Sjálfvirknivæðing ferla

Stafræn vegferð hefur verið mikið til umræðu á síðustu árum sem eitt af helstu tækifærum fyrirtækja til að auka skilvirkni og árangur.

Stafræn vegferð hefur verið mikið til umræðu á síðustu árum.

Stafræn vegferð eða stafræn framtíð hefur verið mikið til umræðu á síðustu árum sem eitt af helstu tækifærum fyrirtækja til að auka skilvirkni og árangur. Ásamt gagnagreiningu (e. Data and Analytics) er skynvædd sjálfvirkni (e. Intelligent Automation) einn af lykilþáttum stafrænu vegferðarinnar sem fyrirtæki þurfa að móta og stefna að. Skynvædd sjálfvirkni er hugtak sem nær yfir allar samsetningar á tækni sem varðar skrifstofuþjarka (e. Robotic Process Automation – RPA), skýjalausnir, gervigreind og vitvélar (e. Smart Machines).

Fyrsta skref sjálfvirknivæðingarinnar felur oftast í sér innleiðing skrifstofuþjarka (e. Robotic Process Automation – RPA) þar sem ávinningurinn getur verið mjög mikill strax fyrstu mánuðina og eru dæmi um að verkefnin borgi sig á 3 mánuðum. Markmiðið með slíkum þjörkum er að leysa af hólmi vinnuferla sem einkennast af mikilli handavinnu og eru síendurteknir. Þannig skapast svigrúm fyrir starfsfólk til að sinna meira virðisaukandi verkefnum

Þó unnt sé að öðlast mikinn ávinning  á stuttum tíma með innleiðingu skrifstofuþjarka fyrir einstaka ferla er mikilvægt að hafa langtímasjónarmið í huga. KPMG leggur ríka áherslu á að fyrirtæki móti sér skýra framtíðarstefnu, komi upp formlegu rekstrarumhverfi (e. Operating model) og haldi þannig markvisst og skipulega áfram í stafrænu vegferðinni. Ein birtingarmynd þess er að gera starfsmönnum kleift að öðlast þekkingu á RPA hugbúnaði og skapa sína eigin þjarka byggt á samræmdu vinnulagi. Með þessu móti næst árangur mun hraðar en ella.

Eftir því sem skynvædd sjálfvirkni þroskast innan fyrirtækis og sjálfvirkum ferlum fjölgar skapast tækifæri til að stíga skrefi lengra. Mikil framför hefur orðið á gervigreindarlausnum á síðustu árum og eru fyrirtæki þegar farin að nýta þessa tækni á ýmsan máta. Gervigreindarvæðing skrifstofuþjarka er augljóst næsta skref og eru fremstu RPA hugbúnaðarframleiðendur þegar farnir að mynda samstörf í þeim tilgangi.

Hafa ber í huga að þetta er ferli sem tekur tíma að móta og þroska. Því er mikilvægt að hefja stafrænu vegferðina fyrr en síðar og nýta tækifærið til að skapa sér samkeppnisforskot á þessum grundvelli. 


KPMG hjálpar þér að:

 • Móta stafræna framtíð
 • Kortleggja og forgangsraða umbótaferlum
 • Velja og setja upp RPA hugbúnað
 • Þjálfa starfsfólk við innleiðingu RPA
 • Innleiða gervigreindartól


Helsti ávinningur skrifstofuþjarka:

 • Betri nýting starfskrafts
 • Aukin starfsánægja
 • Bætt þjónustustig
 • Hraðari og skilvirkari ferlar
 • Aukin gæði 
 • Betur skjalaðir ferlar 


KPMG á Íslandi er samstarfsaðili Appian, Blue Prism, Google Cloud, og Microsoft.

Hér má finna áhugaverðar greinar sem unnar hafa verið af KPMG um skynvædda sjálfvirkni:

The state of intelligent automation
Ready, set, scale
Rise of the humans part 1 - part 2 - part 3

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði