close
Share with your friends

Klár fyrir Microsoft Teams?

Klár fyrir Microsoft Teams?

Teams er nú aðgengilegt flestum fyrirtækjum og stofnunum í gegnum O365 en hvaða hlutverki á lausnin að gegna?

Teams er nú aðgengilegt flestum fyrirtækjum og stofnunum í gegnum O365

Teams er öflug og nútímaleg samskiptalausn sem styður við teymisvinnu og býður upp á fjölbreytta virkni til að auka framleiðni og starfsánægju á þínum vinnustað.

Teams skapar m.a. vettvang til að: 

  • Efla upplýsingaflæði, stytta boðleiðir og bæta samskipti vinnuhópa óháð staðsetningu
  • Halda veffundi með starfsmönnum og viðskiptavinum, þar sem m.a. er hægt að deila skjámyndum/myndefni.
  • Deila gögnum og upplýsingum 
  • Styðja við innleiðingu stefnu, stærri og minni verkefna
  • Styðja við/efla stjórnkerfi fyrirtækisins
  • Innleiða sýnilega stjórnun 
  • Skilvirkari verkefnastjórnun og  forgangsröðun verkefna 
  • Auka afköst starfsmanna og starfsánægju

Hvernig KPMG getur aðstoðað:

KPMG leggur áherslu á að aðlaga virkni og notkun Teams að þörfum viðkomandi starfsemi, auk þess að styðja við innleiðingu og þjálfun starfsmanna og stjórnenda.

Mikilvægt er að undirbúa innleiðingu vel, liðir í því eru t.d. að ákveða hvaða virkni á að nýta í Teams, skilgreina hvernig hópar verða myndaðir, hvaða hlutverki tólið á að þjóna í þinni starfsemi og hvaða kerfi úreldast samhliða. 

Við leggjum áherslu á að skapa verðmæti í rekstri með því m.a. að aðstoða við úrlausnir daglegra áskoranna, umbætur á hópastarfi og að koma á sýnilegri stjórnun. 

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði