Þjónusta eftir yfirtöku/samruna | KPMG | IS
close
Share with your friends

Þjónusta eftir yfirtöku/samruna

Stórar áskoranir fyrir framtíðarrekstur

Flest fyrirtæki sem upplifa yfirtöku, í kjölfar sölu eða samrunna, finna fyrir mikilli röskun í rekstrinum.

Flest fyrirtæki sem upplifa yfirtöku finna fyrir röskun í rekstrinum.

Flest fyrirtæki sem upplifa yfirtöku, í kjölfar sölu eða samrunna, finna fyrir mikilli röskun í rekstrinum. Stærsta áskorunin er án efa að samræma rekstrar mælikvarða sem tengjast árangri fyrirtækisins. Oft eru fyrirtækin og nýir eigendur með ólíkar kröfur varðandi gangsæi  í skýrslugjöf, áherslur, mælikvarðar og nákvæmni í áætlanagerð. Þetta misræmi er oft rót vandans og getur leitt til ágreinings á milli nýrra eigenda og stjórnenda.   

KPMG hefur mikla reynslu af því að leysa áskoranir sem geta komið upp í kjölfar samruna eða yfirtöku á fyrirtækjum. Við höfum reynslu af því að skilja áherslur beggja aðila og vitum hvað þarf að gera til að hámarka árangur fyrirtækis sem er að aðlagast nýjum eigendum. Það er t.d okkar reynsla að áherslur á fjármál, samskipti og tímasetningar eru ólíkar eftir því hvort nýir eigendur eru fjárfestingarfélög eða sjóðir, fyrirtæki eða einstaklingar.

Þjónustan er sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis en oftast byggir þjónustan á eftirfarandi:

  • Mati á framsetningu fjármálaupplýsinga og stjórnskipulags með endurbætur í huga.
  • Hönnun og innleiðing á skýrslum fyrir stjórnendur sem taka tillit til þarfa beggja aðila.
  • Tekjustýring þar sem samsetning markhópa ásamt framlegð vöru/þjónustu er skoðuð.  
  • Ferlagreining og tillögur um hvaða ferla er hægt að stytta eða gera rafræna. 
  • Breytingarstjórnun og stuðningur við stjórnendur.
  • Skipulag varðandi nýsköpunarverkefni.

Hafðu samband

 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn

Hafðu samband: