close
Share with your friends

Val á skynvæddri sjálfvirkni (e. Intelligent Automation)

Skynvædd sjálfvirkni

Hagnýting skrifstofuþjarka (e. Robotic Process Automation) er gjarnan eitt af fyrstu skrefum fyrirtækjavið innleiðingu á skynvæddri sjálfvirkni.

Skynvædd sjálfvirkni er hluti af þroskaferli við innleiðingu og virkjun skrifstofuþjarka.

Hagnýting skrifstofuþjarka (e. Robotic Process Automation) er gjarnan eitt af fyrstu þroskaskrefum fyrirtækja og stofnana við innleiðingu á skynvæddri sjálfvirkni (e. Intelligent Automation). Hvað eru skrifstofuþjarkar og hvernig gengur að virkja þá?

Fyrst ber að geta þess að markaðurinn fyrir skrifstofuþjarka afar kvikur. Landslagið er síbreytilegt og hver ársfjórðungur færir okkur eitthvað nýtt. Nýir birgjar og nýjar leiðir koma fram. Hingað til hefur áherslan verið á reglubundna sjálfvirkni en færist nú með auknum þroska og reynslu í átt að skynvæddri sjálfvirkni. Eftir sem áður er einblínt á aðskilnað hlutverka og skýra stjórnun.

Verð og þróun þess virðist nokkuð jöfn milli birgja. Gera má ráð fyrir kostnaði uppá 1-1,5 milljónir króna fyrir skrifstofuþjarka auk árlegra leyfisgjalda. Þróunar- og prófunarleyfi eru yfirleitt innifalin. Gagnsæi í leyfisskilmálum er nokkuð misjafn milli birgja.

Hjá KPMG fá viðskiptavinir aðstoð við að rýna lausnir og þá sem veita þjónustu og tækni. Við slíka rýni er stefna viðskiptavinar höfð til hliðsjónar og áherslur í rekstrinum látnar stýra því að miklu leyti hvaða leiðir eru farnar. Einnig þarf að huga að bolmagni og áreiðanleika birgjans, landfræðilegri staðsetningu hans o.fl.

Hversu notendavænt viðmót lausna er vegur þungt að mati sérfræðinga KPMG og lausnir eiga að byggja á grundvelli lágkóðunar (e. lowcode platform). Þegar á annað borð er byrjað að sníða ferli er algengt að þau verði a.m.k. 3-5 og þá þarf að huga að endurnýtingu kóða og góðu skipulagi til að spara vinnu.  Fyrir þau sem litla eða enga reynslu hafa á þessu sviði er erfitt að leggja mat á áðurgreind atriði og þá er mikilvægt að hafa trausta ráðgjafa sér við hlið sem jafnvel geta sýnt lausnir sem byggja á mismunandi tækni.

Á íslenskum markaði er horft mikið til tveggja lausna, þ.e. UiPath og Blue Prism en einnig býður Automation Anywhere lausn sem vert er að skoða. Tæknin er til staðar en erfitt getur reynst að fá viðeigandi mannafla til að þjálfa skrifstofuþjarka og aðstoða við innleiðingu. Eftir því sem íslenskur og alþjóðlegur markaður þroskast og eflist verður hæft starfsfólk sífellt eftirsóttar. Þetta getur skapað vandamál til framtíðar en núna er frábært tækifæri bæði fyrir vinnuveitendur og einstaklinga að móta umhverfi sem stenst kröfur framtíðarinnar. 

Á alþjóðlega vísu hefur netsamfélagið og uppsöfnuð þekking þess mikla þýðingu. Fjárfestingin sem felst í innleiðingu skrifstofuþjarka er alltaf umtalsverð og því eðlilegt að gerð sé krafa um framtíðarstuðning við kerfin. Stærri og samtengdari verkefni auka þrýsting á stuðning enn frekar. KPMG hefur um árabil hlustað á þarfir viðskiptavina og miðlað upplýsingum milli þeirra sem veita og þiggja þjónustu á þessu sviði. Með síaukinni notkun og fjölgandi verkefnum fæst reynsla á tæknina, upplýsingaflæði á netinu eykst og markaðurinn þroskast á allan hátt.

Prófaðu þetta: Notaðu Google Trends til að kanna stærð notendasamfélagsins. Skv. Forrester Wave Q2 eru UIPath, Blue Prism og Automation Anywhere stærstu birgjarnir á þessu sviði. Smelltu hérna og svo getur þú bætt við hverju sem er við til samanburðar.

Að lokum ber að hugleiða það hversu auðveldir þjarkar eru í þjálfun og hversu ítarleg skjölun mismunandi kerfa er. Fyrstu spurningar margra viðskiptavina eru: Hversu auðvelt er að hrinda sjálfvirkninni í framkvæmd? Hversu hratt er hægt að nýta tæknina með árangursríkum hætti? KPMG vill kappkosta að fullnægja þörfum viðskiptavina varðandi aðgengileika og hraða en leggur samt sem áður mikla áherslu á að örugg og skilvirk sjálfvirknivæðing krefst þjálfunar og reynslu. Miðstöð hágæða skrifstofuþjarka verður ekki til nema með einvala liði sem tilbúið er að takast langt ferðalag á hendur. Reynslan sýnir að þegar fyrsti þjarkurinn hefur verið þjálfaður eru fyrirtæki yfirleitt tilbúin að ráðstafa tíma þjálfaðs einstaklings að fullu í slík verkefni. Mismunandi deildir og einingar fyrirtækis sem gengið hefur í gegnum árangursríka innleiðingu munu banka fast á dyr verkefnaherbergins og bíða spennt eftir að koma sínum verkefnum að.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði