close
Share with your friends

Sjálfvirknivæðing ferla (RPA)

Sjálfvirknivæðing ferla

Sjálfvirknivæðing viðskiptaferla og nýting skrifstofuþjarka (RPA) breiðist hratt út um viðskiptalíf heimsins og sú þróun nær einnig til Íslands.

Sjálfvirknivæðing viðskiptaferla og nýting skrifstofuþjarka

Það er í anda kenninga Charles Darwin sem segir að það sé hvorki sterkasta tegundin né sú gáfaðasta sem kemst af, heldur sú sem best er til þess fallin að takast á við breytingar. Samkeppnishæfni fyrirtækja verður fyrir miklum áhrifum af þessari kenningu enda kemur allt niður á getu fyrirtækja til að auka skilvirkni og samkeppnishæfni, s.s. með því að auka framlegð á vörum og þjónustu til dæmis með því minnka kostnað óvirðisskapandi verkefna, án þess að skerða þjónustustig. Með ferlahugbúnaðarsvítum á borð við Appian skapast tækifæri til að auka skilvirkni síendurtekinna ferla, s.s. með því að sjálfvirknivæða þá að hluta eða öllu leyti (RPA) og jafnframt auka hraða, fá betri sýn og síðar ná fram skjótari breytingum á ferlum enn áður.

KPMG veitir fyrirtækjum ráðgjöf í að umturna síendurteknum ferlum, allt frá stefnumótun til framkvæmdar s.s. aðstoð með val á ferlahugbúnaði, þarfagreiningu, hönnun lausna og útfærslu. Hjá KPMG starfar samheldið alþjóðlegt teymi ferlasérfræðinga um allan heim sem nýtir styrk hvors annars á hverjum degi og þar af eru á Íslandi um 10 sérfræðingar.

Við getum aðstoðað þig við að:

  • Auka hraða boðleiða og afgreiðslu beiðna viðskiptavina.
  • Auka rekstrarafkomu með umbyltingu á síendurteknum ferlum.
  • Að greina og virkja starfsfólk til að einblína á virðisaukandi tækifæri.
  • Auðvelda og einfalda þjálfun starfsfólks.
  • Hraða og auðvelda breytingar á ferlum í framtíðinni.
  • Að fá betri yfirsýn á ferlum, verkefnum, flöskuhálsum og nýtingu mannauðs.
  • Að minnka villuáhættu sem rekja má til mannlegra mistaka.
  • Nýtingu nútíma lausna í starfi s.s. snjalltækja, samskiptamiðla o.fl.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði