close
Share with your friends

Rekstrarstjórnun

Rekstrarstjórnun

Markmiðið með góðri rekstrarstjórnun er að tryggja gæði, með lágum tilkostnaði og góðri nýtingu framleiðsluþátta.

Markmiðið er að tryggja gæði, með lágum tilkostnaði og góðri nýtingu framleiðsluþátta.

Það er ástríða starfsfólks KPMG að aðstoða viðskiptavini við að ná árangri í síbreytilegu umhverfi, þar sem auknar kröfur eru gerðar til aðlögunarhæfni og getu til að bregðast við nýjum áskorunum. Reynslan sýnir að ávinningur næst m.a. með aðferðum rekstrarstjórnunar, einföldun verkferla og áherslu á lykilhæfni í rekstri þar sem markmiðið er hámörkun afkasta á öllum sviðum. Markmiðið er að tryggja gæði, með lágum tilkostnaði og góðri nýtingu framleiðsluþátta.  

Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir okkar eigi auðvelt með að laga sig að nýjum aðstæðum, mæta aukinni samkeppni og dafna í takt við væntingar. Það er í anda kenninga Charles Darwin sem segir að það sé hvorki sterkasta tegundin né sú gáfaðasta sem kemst af, heldur sú sem best er til þess fallin að takast á við breytingar.

Hjá KPMG starfa sérfræðingar með áratuga reynslu af rekstrarstjórnun, sem hafa unnið sem stjórnendur og ráðgjafar hjá fyrirtækjum þar sem rekstrar-, vöru- og flutningastjórnun eru stór hluti daglegra viðfangsefna. Lögð er áhersla á að miðla reynslu og þekkingu til viðskiptavina og auðvelda þeim að takast á við dagleg viðfangsefni. Byggt er jafnhliða á fræðilegum greiningum og hagnýtum og raunhæfum tillögum sem koma má í framkvæmd á sem stystum tíma í góðu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk. 

Ráðgjafar KPMG hafa stundað kennslu á sviði rekstrarstjórnunar í háskólum á Íslandi og haldið stjórnendanámskeið um rekstrar- og vörustjórnun (e.“logistics”) hérlendis og erlendis.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði