close
Share with your friends

Kostnaðarlíkön

Kostnaðarlíkön

Ertu með réttar upplýsingar á réttum tíma? Hversu örugg-/ur ertu að þau líkön sem eru í notkun í dag séu villulaus, öflug og áreiðanleg?

Ertu með réttar upplýsingar á réttum tíma?

Ertu með réttar upplýsingar á réttum tíma? Hversu örugg-/ur ertu að þau líkön sem eru í notkun í dag  séu villulaus, öflug og áreiðanleg? Getur þú breytt forsendum líkansins auðveldlega og treyst þeim ályktunum sem breytingarnar á líkaninu hafa í för með sér?

Í viðskiptaumhverfi sem er að taka stöðugum breytingum og flækjustig er að aukast er ekki nóg að treysta á innsæi þegar taka á ákvarðanir. Kostnaðarlíkön geta boðið stjórnendum upp á sveigjanlegt tól sem hjálpar við að taka upplýstar ákvarðanir um kostnað, verð, fjárfestingar og lausnir.

Hvernig getum við hjálpað?

Ráðgjafar KPMG geta hjálpað þér við að byggja sérhannað fjárhags-, viðskipta- og kostnaðarlíkan sem er sveigjanlegt, öflugt, nákvæmt og auðvelt í notkun. Rétt uppsett fjárhags- og kostnaðarlíkön hjálpa til við:

  • Mat á frammistöðu rekstrar, endurbætur og eftirfylgni 
  • Mat á fjárfestingum 
  • Fjárhagslega endurskipulagningu
  • Kostnaðar- og verðákvarðanir

Skoðun á núverandi kerfi

Við bjóðum einnig upp á óháða skoðun á nákvæmni og áreiðanleika þeirra líkana sem nú þegar eru í notkun hjá fyrirtækjum. Leggjum mat á núverandi gæði líkans og traust þriðja aðila í að niðurstöður úr því gefa rétta mynd af rekstrinum. 

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði