close
Share with your friends

Kostnaðarhagræðing

Kostnaðarhagræðing

Áskorunin er að hagræða kostnaði en tryggja jafnframt rekstrarframfarir.

Áskorunin er að hagræða kostnaði en tryggja jafnframt rekstrarframfarir.

Reynsla KPMG hefur sýnt að þó að skjótar og yfirgripsmiklar kostnaðarlækkanir skili skammtíma bata eru þær ekki alltaf sjálfbærar til lengri tíma og geta staðið í vegi fyrir framtíðar vexti. Þrátt fyrir þetta eru aðgerðir sem miða að skjótri lækkun rekstrarkostnaðar forgangsaðgerð hjá mörgum félögum í dag, án þess að fullt tillit sé tekið til áhrifa þessara lækkana til lengri og skemmri tíma.  

Áskorunin er að hagræða kostnaði en tryggja jafnframt rekstrarframfarir, hafa stjórn á áhættuþáttum og ganga úr skugga um að félagið sé ávallt í stakk búið til að nýta sér þau tækifæri sem upp kunna að koma í nákominni framtíð. 

Hagræðingarferlið 

Vinna KPMG byggir á alþjóðlegri aðferðafræði sem notuð er um allan heim fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki sem reiða sig á þjónustu KPMG. Um er að ræða vel skilgreint verklag sem gengur þvert á fyrirtækið og miðar að því að skila skjótri en raunverulegri og sjálfbærri hagræðingu kostnaðar.  

Helstu markmið kostnaðarhagræðingar eru eftirfarandi:

  • Bæta skilvirkni ferla. 
  • Nota arðbærari þjónustustig. 
  • Stöðva eða hætta framleiðslu á vörum eða veita þjónustu sem skila ekki ásættanlegum árangri. 
  • Sterkari áhættustýringu. 
  • Rekstrarleg endurskipulagning. 

Til að ná árangri í kostnaðarhagræðingu til framtíðar er mikilvægt að:

  • Samræma kostnaðargrunn við framtíðarstefnu og -áherslur félagsins. 
  • Setja kostnaðarstjórnun inn í mat á frammistöðu og ýta undir kostnaðarvitund meðal starfsmanna. 
  • Leggja áherslu á kostnaðarhagræði ásamt áherslu á vöxt til framtíðar. 
  • Hanna, innleiða og fylgja eftir skilvirkri kostnaðarstjórnun. 
  • Hafa aðgang að nákvæmum kostnaðarupplýsingum.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði