close
Share with your friends

Hvatakerfi

Hvatakerfi

Hvatakerfi af margvíslegum toga er ein af þeim aðferðum sem gott er að nota til að hvetja starfsmenn og umbuna þeim í starfi.

Með hvatakerfum er leitast við að tryggja að hagsmunir eigenda og starfsmanna fari saman.

Eitt af meginverkefnum stjórnenda er að draga fram það besta í hverjum starfsmanni og hvetja þá og styðja í starfi. Hvatakerfi af margvíslegum toga er ein af þeim aðferðum sem gott er að nota til að hvetja starfsmenn og umbuna þeim í starfi. Með hvatakerfum er leitast við að tryggja að hagsmunir eigenda og starfsmanna fari saman. Hætta getur verið að hvatakerfi þróist með óæskilegum hætti og þjóni ekki hagsmunum fyrirtækisins til lengdar. Það er því mikilvægt að vanda til verka við hönnun og uppsetningu hvatakerfis.

Að hverju þarf að huga? 

 • Hvers konar hvatakerfi hentar í mínu fyrirtæki.
 • Við hvað á árangurstenging að miðast.
 • Til hverra á kerfið að ná og af hverju.
 • Á kerfið að byggja einstaklings eða hópbónus.
 • Eiga allir starfsmenn að vita af kerfinu.
 • Hvernig er reglum um inn- og útgöngu úr kerfinu háttað.
 • Geta starfsmenn innan kerfisins sóst eftir hækkun grunnlauna.
 • Hver eru skattaleg áhrif fyrir fyrirtækið og starfsmenn.
 • Á einungis að líta til fjárhagslegra hvata 

Vinsæl hvatakerfi: 

 • Kaupréttir samræma hagsmuni stjórnenda og starfsmanna með því að gera þá síðarnefndu að beinum haghöfum í gengi fyrirtækisins á markaði.
 • Bónusar geta verið í formi peninga eða igildi þeirra. Þeir geta hjálpað til við að móta og framfylgja stefnu fyrirtækisins með því að verðlauna æskilega hegðun og uppfyllingu stefnumiðaðra markmiða. Samband milli verkefna og bónusgreiðslna þarf að vera skýrt.
 • Hvatar aðrir en fjáhagslegir - Peningar eru ekki alltaf hentugasti hvatinn. Hvatar aðrir en fjárhagslegir geta til að mynda átt vel við í skapandi umhverfi og annarsstaðar þar sem aðrir þættir eru ofarlega í forgangsröðun starfsmanna.  

Hvar kemur KPMG inn í myndina?  

Vel hugsuð og uppbyggð hvatakerfi leiða það af sér að allir sem að fyrirtækinu koma eru að vinna að sameiginlegu markmiði. Sérfræðingar KPMG hafa aflað sér viðamikla reynslu og þekkingu á sviði hvatakerfa með ráðgjöf og uppsetningu þeirra hjá fyrirtækjum á ólíkum sviðum og veita aðstoð við að skilgreina þínar þarfir, aðstoða við að setja upp margvisst og skiljanlegt hvatakerfi. Lögð er áhersla á formfast regluverk og skýra hvata sem verðlauna starfsmenn og hvetja þá til góðra verka.  

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði