Endurskipulagning rekstrar | KPMG | IS
close
Share with your friends

Endurskipulagning rekstrar

Endurskipulagning rekstrar

Stór hluti daglegs rekstrar snýst um að leita leiða til að bæta þjónustu/vöru sína og hámarka nýtingu þess fjármagns sem liggur þar að baki.

Endurskipulagning rekstrar

Stór hluti daglegs rekstrar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga snýst um að leita leiða til að bæta þjónustu/vöru sína og um leið hagræða í rekstri og hámarka nýtingu þess fjármagns sem liggur þar að baki. Hvort sem um er að ræða framleiðslufyrirtæki, verslanir, veitufyrirtæki eða sveitarfélög, þá er það krafa hluthafa og annarra hagsmunaaðila að gera betur í dag en í gær. 

Eftirfarandi þættir eru hluti af ferli endurskipulagningar: 

  • Stöðugreining: Úttekt á rekstri og efnahagi. 
  • Tillögur að breytingaferli: Stefna mörkuð, skipulagsbreytingar og fleiri þættir skoðaðir. 
  • Framkvæmda- og aðgerðaáætlun. 
  • Fjárhagsskipan: Áhersla er lögð á að bæta fjárhagsskipan til lengri tíma. 
  • Ferlagreining: Farið yfir alla ferla og lögð áhersla á að einfalda þá eins og kostur er. 
  • Áætlanagerð: Farið yfir alla framlegðar- og kostnaðarútreikninga. Gerð rekstraráætlun þar sem fram kemur yfirlit yfir rekstur, efnahag og sjóðstreymi. 
  • Sjóðs- og skuldastýring: Með forsendum rekstraráætlunar er lagður grunnur að allri sjóðs- og skuldastýringu. Markmiðið er að lágmarka vaxtakostnað og tryggja sem öruggasta stöðu fjármagns á álagstoppum. 

Það er þekkt að ef starfsfólk er ekki ánægt, eru líkur á að viðskiptavinur sé það ekki heldur sem getur leitt af sér minni veltu eða lægra þjónustustigs og þar með verri nýtingu fjármagns. Það nægir því ekki að fara í endurskipulagningarferli ef starfsmenn eru ekki tilbúnir til þess. KPMG leggur mikla áherslu á að virkja starfsfólk á jákvæðan hátt og þar með tryggja að breytingaferlið virki sem skyldi. 

Á ráðgjafarsviði KPMG eru sérfræðingar sem hafa sérhæft sig í að stýra breytinga ferli til að auka hæfni rekstrar- og þjónustueininga, en hluti af okkar þjónustu felst einmitt í því að koma að fjárhags- og rekstrarlegri endurskipulagningu.  

Hafðu samband

 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn