Sviðsmyndir

Sviðsmyndir

Sviðsmyndir (e. Scenarios) - nútíma verklag við stefnumótun, áætlanagerð og áhættustýringu.

Sviðsmyndir - nútíma verklag við stefnumótun, áætlanagerð og áhættustýringu.

Öll þekking okkar er úr fortíðinni, en allar ákvarðanir sem við tökum snerta framtíðina.  Við mótum framtíð okkar með þeim ákvörðunum sem við tökum eða tökum ekki í dag.  Það er því eðlilegt að reyna að skilja sem best hvernig möguleg framtíð getur litið út – áður en kemur að ákvarðanatöku. 

Markmið sviðsmynda er að efla skilning á hugsanlegri framtíðarþróun og helstu óvissuþáttum sem geta breytt starfsumhverfi okkar. Með því eykst einnig aðlögunarhæfni stjórnenda á tímum sífellt örari breytinga.  

Sviðsmyndaaðferðin er nýtt af meirihluta stærstu fyrirtækja heims og ekki síður af sveitarfélögum og opinberum stofnunum. 

Aðferðin hentar vel til að stilla saman skoðunum ólíkra hópa og leggja grunn að sameiginlegri stefnumótun. Að skoða umhverfi dagsins í dag með gleraugum framtíðarinnar auðveldar okkur að koma auga á nýja möguleika og gefur okkur heildstæðari sýn til ákvarðanatöku. Þannig nýtast sviðsmyndir bæði sem undirbúningur við mótun nýrrar stefnu og/eða til að prófa hvort núverandi stefna standist mismunandi framtíð. Ekki hvað síst nýtast þær við gerð áætlana og við áhættugreiningu s.s. vegna fjárfestinga. 

Hafðu samband