close
Share with your friends

Stefnumótun

Stefnumótun

Fastmótað verklag KPMG við stefnumótun nýtist jafnt stærstu fyrirtækjum sem og smærri aðilum.

Fastmótað verklag KPMG við stefnumótun nýtist jafnt stórum sem smáum fyrirtækjum.

Í upphafi skyldi endinn skoða

Stefnumótun með sérfræðingum KPMG kappkostar að aðstoða viðskiptavini með því að tengja saman þekkingu og innsæi á mörkuðum, fjármálalega sérþekkingu ásamt innleiðingarferli sem skilar viðskiptavinum raunhæfum árangri. 

Fastmótað verklag KPMG við stefnumótun nýtist jafnt stærstu fyrirtækjum sem og smærri aðilum. 

Stefna sem byggir á og skerpir samkeppnisyfirburði

Viðskiptavinir okkar meta ferska aðkomu við stefnumótun og þar má nefna sviðsmyndagreiningar ásamt rekstrarlegri- og tæknilegri sérþekkingu KPMG sem aðstoðar þá við að draga fram sérstöðu sína og skapa þeim samkeppnisyfirburði á mörkuðum. Þannig hafa í slíkri vinnu orðið til nýjar hugmyndir að viðskiptalíkönum og eins vörum sem skapað hafa viðskiptavinum árangur og skerpt á samkeppnisyfirburðum. 

Alþjóðlegt þekkingarnet nýtt við stefnumótun 

Við nýtum alþjóðlegt net sérfræðinga KPMG eftir þörfum við stefnumótunina til að þjóna viðskiptavinum okkar og leitum leiða til að svara þáttum eins og:

  • Hverjar eru bestu leiðirnar til að auka tekjur og bæta hagnað? 
  • Hvaða ný viðskiptalíkön og þættir geta skapað okkur aukið virði? 
  • Eru rekstraráætlanir okkar, kostnaðarþættir og áhættugreining tengd stefnumótun og sviðsmyndum? 
  • Erum við með rétta samsetningu í rekstri, eignum og afkastagetu eða þurfum við að sameina/byggja/fjárfesta/leggja af ákveðna þætti rekstrar?

Viðskiptavinir í stefnumótun eru á öllum sviðum

Við vinnum með sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum á öllum sviðum rekstrar (stórum jafnt sem smáum), við að móta þeim stefnu sem skilar árangri.

Breytingastjórnun 

Þegar breytingar standa fyrir dyrum er lykilatriði að hafa styrka stjórnun á öllu breytingarferlinu og standa rétt að því. Dæmi um þætti sem KPMG hefur komið að eru sameiningar fyrirtækja og stofnana, umbreytingar í rekstrareiningum og margt fleira. Breytingastjórnun er nauðsynleg öllum rekstrareiningum sem þurfa að taka til hendinni og bæta rekstur. 

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði