close
Share with your friends

Stafrænar lausnir

Stafrænar lausnir

Þær öru og miklu tæknibreytingar sem við upplifum í dag virðast engan endi taka.

Þær öru og miklu tæknibreytingar sem við upplifum í dag virðast engan endi taka.

Þær öru og miklu tæknibreytingar sem við upplifum í dag virðast engan endi taka. Þær vekja jafnframt upp spurningar sem varða stafræna stefnumótun og kjarna þess. Fyrirtæki þurfa að endurhugsa hvaða markaði þau vilja starfa á, hvaða vandamál þau eru að leysa fyrir viðskiptavini sína, hvers konar virði þau eru að búa til og hvort núverandi rekstrarmódel þurfi uppfærslu. Jafnframt þurfa fyrirtæki að huga að nýjum tækifærum sem skapast með nýrri tækni og meta hversu tilbúin þau eru til að aðlagast slíkum breytingum.

Að vera stafrænn þýðir ekki einungis að búa til eða komast yfir þekkingu og aðföng sem fylgir innleiðingu nýrrar tækni. Að vera stafrænn gefur hins vegar meiri möguleika á að endurhugsa og umbreyta núverandi fjármála-, viðskipta- og rekstrarmódeli. Stafræn stefnumótun KPMG hjálpar til við að skapa stefnumótun gagnvart viðkomandi tækni og þannig svara nokkrum lykilspurningum fyrir viðskiptavini:

  • Hvað þýðir að vera stafrænn í orðsins fyllstu merkingu?  Hvaða hugmyndir eru mest spennandi og hversu viðkvæmar eru þær gagnvart breytingum?
  • Hvaða tækni mun hjálpa fyrirtækjum til þess að ná markmiðum sínum og skýrri stefnumótun?
  • Eru þessar hugmyndir fýsilegar að innleiða? Munu þær fullnægja og skila ásættanlegri niðurstöðu? Hafa allir mögulegir þættir verið teknir til íhugunar og þau áhrif sem þeir munu hafa?
  • Hvernig á að skila virði og samtímis dreifa ávinningi hvers verkefnis fyrir sig svo að langtímamarkmið náist ásamt því að halda valkostum opnum?

Sérfræðingar KPMG hjálpa viðskiptavinum sínum að búa til virði stafrænt með því að forgangsraða hraða og skilvirkni við uppsetningu á útliti og innleiðingu hugmynda, draga úr áhættu innleiðingar með því að nýta þekkingu sérfræðinga KPMG og setja fókus á að skapa bestu lausnina án aukins kostnaðar.

Aðferð okkar að stafrænni stefnumótun helst í hendur við virðiskeðju okkar sem hefur hag viðskiptavina að leiðarljósi. Það er:

  • Að vinna með mörgum aðilum að stefndu markmiði til þess að fá sem besta lausn og tryggja að hugmyndir sem fara í gegnum "sprint" séu fýsilegar og öflugar
  • Ávallt að tengja viðskiptavini við sprotafyrirtæki og hugmyndasmiði til að styðja við reynslu og getu KPMG.
  • Notast við hönnun og mynstur þegar verið er að skapa frumgerð, prufa og þróa hugmyndir sem hjálpa til við að brjóta niður staðlaða hugmyndavinnu og hvetja til nýsköpunar.
  • Setja fram fjármálatengd markmið og sýn í upphafi til þess að skerpa á hvað er sóst eftir og tryggja þar með árangursríka stefnumótun.

Stafrænar lausnir - ferlið (smella hér).

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði