close
Share with your friends

Rekstrarupplýsingar og viðskiptagreind (BI)

Rekstrarupplýsingar og viðskiptagreind (BI)

KPMG veitir stjórnendum aðstoð við að greina lykilatriðin áður en ráðist er í framkvæmdir varðandi vöruhús gagna eða samþættingur úr undirkerfum.

KPMG veitir stjórnendum aðstoð við að greina lykilatriðin.

Ein af okkar sérgreinum felst í því að veita stjórnendum aðstoð við greiningu lykilupplýsinga úr viðskiptakerfum og aðstoð við framsetningu með skýrum og einföldum hætti. Lausnin miðar að því að skila stjórnendum betri yfirsýn yfir rekstur og afkomu með lágmarks fjárfestingu. 

Mikil þróun hefur verið í hugbúnaðarlausnum undanfarin ár sem veldur því að auðveldara er að nýta þá fjárfestingu sem þegar er til staðar við að safna rekstrarupplýsingum og eins við framsetningu þeirra með lágmarks tilkostnaði. Ekki er síður mikilvægt að lykil upplýsingar séu vel skilgreindar áður en ráðist er í uppsetningu og framkvæmd gagnasöfnunar og framsetningar. 

Sérfræðingar KPMG hafa yfirgripsmikla þekkingu á rekstri á helstu upplýsingakerfum og notendahugbúnaði í íslensku viðskiptaumhverfi. 

Hvort sem þörf er fyrir einfaldar greiningar og framsetningu úr stöku viðskiptakerfi, samþættingu úr undirkerfum eða gagnasöfnun í vöruhús gagna getur KPMG veitt stjórnendum aðstoð við að greina lykilatriðin áður en ráðist er í framkvæmdir. 

Hvort sem um er að ræða aðstoð við val á útfærslu, aðstoð og eftirlit með yfirstandandi innleiðingu eða staðfestingu á virkni lausnar eftir innleiðingu, getur KPMG veitt aðstoð sem sniðin er að þínum þörfum.

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði