close
Share with your friends

Klasar

Klasar

Svæðisbundið samstarf fyrirtækja sem gefur fyrirtækjum aukinn slagkraft í samkeppni og opnar þeim ný tækifæri til útrásar.

Svæðisbundið samstarf fyrirtækja sem gefur þeim aukinn slagkraft í samkeppni.

Stjórnendur fyrirtækja þurfa stöðugt að afla nýrrar þekkingar og hæfni til að viðhalda samkeppnisstöðu og tryggja vöxt og framgang fyrirtækja sinna. Á síðustu árum hafa menn í auknum mæli horft á samkeppni í víðari skilningi en áður og skoða ekki bara stöðu einstakra fyrirtækja heldur einnig samkeppnishæfni einstakra svæða eða landshluta. Víða um heim hefur myndast svæðisbundið samstarf fyrirtækja, klasar (e. Clusters), sem gefur fyrirtækjum aukinn slagkraft í samkeppni og opnar þeim ný tækifæri til útrásar.  

Við höfum sérþekkingu á að byggja upp árangursríka klasa og höfum komið mikið að slíkri vinnu bæði hérlendis og erlendis. Í slíkum verkefnum komum við gjarnan að; 

  • Kynningum klasa fyrir ákveðin svæði eða fyrir afmarkaðar starfsgreinar 
  • Stýringu vinnufunda með mögulegum þátttakendum 
  • Greiningu á möguleikum 
  • Gerð viðskiptaáætlana klasans  

Dæmi um slíka vinnu eru klasi ferðaþjónustuaðila á Suðausturlandi; „Í ríki Vatnajökuls“ og einnig á Ströndum; „Arnkatla“. 

Hafðu samband

 

Want to do business with KPMG?

 

loading image Óska eftir tilboði