Fjártækni (e. Fintech) - KPMG Ísland
close
Share with your friends

Fjártækni (e. Fintech)

Fjártækni (e. Fintech)

Fjármálaheimurinn hefur tekið umtalsverðum breytingum undanfarin ár og fyrirséð er að sú þróun muni halda áfram.

Umtalsverðar breytingar hafa orðið á fjármálaheiminum undanfarin ár.

Fjármálaheimurinn hefur tekið umtalsverðum breytingum undanfarin ár og fyrirséð er að sú þróun muni halda áfram. Breytingar á regluverki, ný tækni og nýjar kröfur viðskiptavina gera það að verkum að fjármálafyrirtæki verða að aðlagast breyttum heimi. Tækifærin eru óþrjótandi og ljóst að alþjóðleg fyrirtæki mun í auknum mæli banka á dyrnar hér á landi og taka þátt í vaxandi samkeppni um viðskiptavini. Með alþjóðlegu tengslaneti getur KPMG tengt þig við helstu fjártæknifyrirtæki úti í hinum stóra heimi og þannig auðveldað þér að finna nýjar lausnir til að þjóna viðskiptavinum þínum betur.

Einnig gefur KPMG reglulega út áhugavert efni í tengslum við fjártækni s.s. yfirlit yfir fjárfestingar á heimsvísu og heitustu fjártæknifyrirtæki heims sem hægt er að nálgast hér á síðunni. 

Árið 2017 keypti KPMG fyrirtækið Matchi með það fyrir augum að styrkja tengsl fjármálafyrirtækja við fjártæknifyrirtæki (e. Fintech) um allan heim. Matchi hefur áralanga reynslu á alþjóðavettvangi af því að  tengja saman þessa aðila með eftirtektarverðum árangri. Alls eru meira en 3.000 fjártæknifyrirtæki í gagnagrunni Matchi og samtals yfir 700 lausnir sem hafa verið gæðavottaðar af Matchi. Fjármálafyrirtæki geta leitað eftir samstarfi við þessi félög með það fyrir augum að búa til nýjar lausnir og sækja á nýja markaði. Matchi aðstoðar við að finna rétta samstarfsaðila, hvar sem er í heiminum í samstarfi við KPMG á Íslandi.

Einfaldasta leiðin til að nýta sér þjónustu Matchi er að fara í Fjártæknileit (e. Fintech-scan). Þar leitar Matchi  að hentugum aðilum sem gætu unnið með viðkomandi fjármálafyrirtæki út frá gefnum forsendum. Þær forsendur geta t.d. verið ákveðið vandamál sem fjármálafyrirtækið vill leysa eða lausnir á ákveðnu skilgreindu sviði. Matchi skilar þá fjármálafyrirtækinu lista af fjártæknifyrirtækjum og getur tengt aðila saman eftir atvikum.

Árangursríkasta leiðin til að nýta sér þjónustu Matchi er að fara í Fjártæknikeppni (e. Fintech Innovation Challenge). Þar er farið ítarlega í gegnum þá þætti sem fjármálafyrirtækið vill skoða og mótuð verkefnislýsing sem valin fjártæknifyrirtæki taka þátt í að leysa. Í upphafi er farið yfir nokkurn fjölda lausna sem síðan er sigtaður niður í útvaldar lausnir sem fyrirtækið getur ákveðið að skoða betur og jafnvel innleiða.  

Þessu til viðbótar bjóðum við lausnir sniðnar að þörfum hvers og eins fyrirtækis. Ekki hika við að hafa samband.

Dæmi um samstarf.

 

www.matchi.biz

Hafðu samband

 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn