Árangursrík stefnumótun
Árangursrík stefnumótun
Í kviku og síbreytilegu starfsumhverfi er mikilvægt að hafa markvissa stefnu og uppfæra hana reglulega.
Í kviku og síbreytilegu starfsumhverfi er mikilvægt að hafa markvissa stefnu.
Stjórnendur fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum og tækifærum sem tengjast breyttum þörfum viðskiptavina, kynslóðarbreytingum, tæknibreytingum, auknum kostnaði og harðnandi samkeppni svo nokkrir þættir séu nefndir.
Stefnumótun með KPMG byggir á skilvirkri nálgun sem miðar að því að skila virði til viðskiptavina. Aðstæður viðskiptavina geta verið ólíkar og taka áherslur og nálgun mið af þeim. Sú þjónusta sem KPMG veitir getur því verið allt frá einfaldri yfirferð og rýni á núverandi stefnu yfir í heildræna stefnumótun.
Dæmi um hvernig við getum aðstoðað:
- Sviðsmyndir - greinum tækifæri og áskoranir framtíðar
- Stöðumat - rýni á núverandi stefnu (e. Strategy Review)
- Heildræn stefnumótun (e. Enterprise Wide Transformation)
- Stefnumótun vaxtar (e. Growth Strategy)
- Stefnumótun hagræðingar (e. Operating Strategy & Cost)
- Stafræn stefnumótun (e. Digital Strategy)
- Stefnumótun við kaup og sölu (e. Deal Strategy)
- Samfélagsábyrgð (e. Sustainability/ESG)
- Innleiðing á stefnu og breytingastjórnun (e. Implementation and Change Management)
Hafðu samband
- Skrifstofur okkar kpmg.findOfficeLocations
- kpmg.emailUs
- Samfélagsmiðlar @ KPMG kpmg.socialMedia