Tölvuský og skýjalausnir | KPMG | IS
close
Share with your friends

Tölvuský og skýjalausnir

Tölvuský og skýjalausnir

Skýjaþjónusta eða tölvuský notar internetið til þess að viðhalda gögnum og forritum.

Skýjaþjónusta eða tölvuský notar internetið til þess að viðhalda gögnum og forritum.

Tölvuský hafa á örfáum árum umbylt rekstrarumhverfi upplýsingakerfa. Sveigjanleiki, teygni og breytt rekstrarform tölvuskýja opnar á fjölmörg tækifæri til umbóta í rekstri sem leitt hafa til hraðari breytinga í skipulagi upplýsingatækni en áður hefur sést. En breytingum fylgja nýjar áskoranir sem stjórnendur þurfa að takast á við og snerta m.a. upplýsingaöryggi, regluverk, breytta kostnaðarstýringu og nýtt rekstrarform. 

Sérfræðingar KPMG aðstoða fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við að meta og innleiða skýjalausnir með hliðsjón af rekstrarumhverfi viðskiptavina.  

Hafðu samband

 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn

Hafðu samband