Ný samevrópsk persónuverndarlöggjöf | KPMG | IS
close
Share with your friends

Ný samevrópsk persónuverndarlöggjöf (GDPR)

Ný samevrópsk persónuverndarlöggjöf (GDPR)

Er þitt félag tilbúið? Ný persónuverndarlöggjöf 2018 (GDPR)

Ný samevrópsk persónuverndarlöggjöf (GDPR) tekur gildi á næsta ári

Breytingar í vændum.

GDPR

Það eru breytingar í vændum sem munu hafa töluverð áhrif á allar stofnanir og flestöll fyrirtæki þegar ný persónuverndarlöggjöf tekur gildi 2018. Ný Evrópureglugerð um persónuvernd (General Data Protection Regulation „GDPR“), mun taka gildi innan Evrópusambandsins í maí 2018 og er fyrirsjáanlegt að sambærilegar breytingar verði á íslenskri persónuverndarlöggjöf í kjölfarið. 

Breytingarnar munu hafa áhrif á öflun, úrvinnslu og meðferð gagna sem innihalda persónuupplýsingar. Viðfangsefnin eru oft flókin og erfitt að stíga fyrstu skrefin í átt að nýju regluverki. Allir þeir aðilar sem vinna með persónuupplýsingar þurfa að hefja undirbúning, verkefnið er stórt og naumur tími til stefnu. 

Innleiðing nýju reglnanna felur í sér auknar kröfur um innra eftirlit fyrirtækja og upplýsingaskyldu til einstaklinga og persónuverndaryfirvalda. Með nýjum reglum aukast jafnframt heimildir yfirvalda til að beita sektum og birta upplýsingar um þau fyrirtæki sem sinna ekki skyldum sínum á þessu sviði.

Hvað þýða nýjar kröfur?

Hvernig getum við aðstoðað?

Hér má nálgast bækling með fimm skrefum til að hagnýta regluverkið.

Hafðu samband

Frekari upplýsingar veitir: