Microsoft Dynamics NAV ráðgjöf | KPMG | IS
close
Share with your friends

Óháð ráðgjöf varðandi Microsoft Dynamics NAV og önnur fjárhagskerfi

Óháð ráðgjöf varðandi Microsoft Dyn NAV og önnur kerfi

KPMG er ekki endursöluaðili á kerfum eða hugbúnaði og veitir óháða ráðgjöf tengda rekstri og innleiðingu upplýsingakerfa.

Viðskiptakerfi og viðskiptahugbúnaður er ómissandi hluti af rekstrarumhverfi félaga.

Ákvarðanaferli vegna innleiðinga eða uppfærsla á fjárhagskerfi í rekstri er alla jafna flókið og breytingar kostnaðarsamar.  Eitt af viðfangsefnum upplýsingatækniráðgjafar KPMG er að veita óháða Microsoft Dynamics NAV ráðgjöf þar sem við hjálpum viðskiptavinum að taka upplýstar ákvarðanir í þessum efnum. Markmiðið er að viðskiptavinurinn fjárfesti miðað við þarfir og hámarki nýtingu. Ráðgjöfinni má skipta niður í þrjá flokka eftir því hvar í ferlinu aðkoma okkar er, þ.e. 1) undirbúningur fyrir innleiðingu eða uppfærslu (forvinna), 2) aðstoð við innleiðingu eða uppfærslu (verkefnastýring) eða 3) yfirferð og högun nýtingar (hámörkun fjárfestingar).

Forvinna - Undirbúningur fyrir innleiðingu eða uppfærslu

Þegar viðskiptavinur hyggur á innleiðingu nýs kerfis eða meiriháttar uppfærslu er mikilvægt að vanda vel til verka. Ítarleg þarfagreining er nauðsynleg og tilboðslýsingar þarf að vanda. KPMG aðstoðar við þetta sem og við samningsgerð og mat á kjörum. Sérfræðingar KPMG í Microsoft Dynamics NAV hjálpa jafnframt viðskiptavininn við að átta sig á því hvaða nýjungar og viðbætur eru á milli útgáfa og hvað þýðingu þær hafa.

Innri verkefnastýring – Aðstoð við innleiðingu og/eða uppfærslu

Innleiðingaferli er yfirleitt flóknara en viðskiptavinurinn gerir sér grein fyrir í upphafi. Þar reynist best að verkefnastýring sé styrk og örugg. Skýrt breytingastjórnunarferli þarf að vera til staðar og lykilnotendur þarfnast kennslu og þjálfunar í notkun Microsoft Dynamics NAV. Einnig er aðstoð við viðtökuprófanir nauðsynleg til að lágmarka rekstrartruflanir þegar kerfi er tekið í notkun og til að tryggja það að viðskiptavinurinn fái raunverulega það sem hann telur sig vera að kaupa.

Hámörkun fjárfestingar – rekstur og nýting Microsoft Dynamics NAV viðskiptalausnar

Rekstraraðilar geta átt erfitt með að rata í frumskógi leyfismála hjá Microsoft og þarfnast jafnan góðrar handleiðslu á því sviði. Einnig er algengt að viðskiptavinir þekki ekki nema hluta kerfis og átti sig ekki á þeim ótal hagnýtu möguleikum sem fyrir hendi eru t.d. varðandi skýrslugjöf, nýtingu OLAP teninga, tenginga við PowerBI o.fl. Umsjón aðgangsheimilda og heimildasamstæða er annað atriði sem reynist mörgum flókin sem og uppsetning á breytingaskráningargrunni sniðgagna. Sérfræðingar KPMG aðstoða viðskiptavini við að fóta sig við rekstur og nýtingu og að sníða hagnýt ferli við umsjón og stuðla þar með að hámarks nýtingu fjárfestingar.

 

Hafðu samband

 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn

Frekari upplýsingar veita: