Ráðgjöf í upplýsingatækni | KPMG Ísland
close
Share with your friends

Ráðgjöf í upplýsingatækni

Ráðgjöf í upplýsingatækni

Upplýsingakerfi eru í dag órofinn og samþættur hluti af rekstri fyrirtækja og stofnana.

Upplýsingakerfi eru í dag órofinn og samþættur hluti af rekstri fyrirtækja og stofnana.

Upplýsingatækni er stór þáttur í rekstri fyrirtækja og stofnana og snertir beint eða óbeint flesta liði í daglegum rekstri. Í umhverfi þar sem stjórnendur takast á við stöðugar áskoranir um að bæta þjónustu og auka samkeppnishæfni er mikilvægt að skipulag upplýsingatæknimála sé skilvirkt og styðji við stefnu og framtíðarsýn. 

Við skiljum mikilvægi þess að nýta þau tækifæri sem tæknileg framþróun skapar til að ná samkeppnisforskoti og hagræða en gerum okkur jafnframt grein fyrir þeim áskorunum sem þeim fylgir og ábyrgð stjórnenda að stýra áhættu í rekstri. Við erum ekki endursöluaðilar á vél- eða hugbúnaði annarra birgja, ráðgjöf okkar er óháð og tekur eingöngu mið af þörfum viðskiptavina.

Við erum hluti af KPMG International sem er alþjóðlegt neti fyrirtækja með yfir 6.000 sérfræðinga í upplýsingatækni með djúpa sérþekkingu og þjónar flestum af stærstu fyrirtækjum heims.   

Við aðstoðum fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við að hámarka virði og árangur í rekstri upplýsingakerfa. Þjónusta okkar byggir á viðurkenndri og þróaðri aðferðafræði KPMG International og við njótum stuðnings annarra ráðgjafa KPMG þegar kemur að flóknum úrlausnarefnum.

Hafðu samband

 

Óska eftir tilboði

 

Senda inn

Hafðu samband: